Fréttabréf nóvember 2019 komið á vefinn
Nýtt fréttabréf fyrir nóvember 2019 er komið á vefinn. Þar er heilmikill fróðleikur
Smellið hér til að nálgast það
Nýtt fréttabréf fyrir nóvember 2019 er komið á vefinn. Þar er heilmikill fróðleikur
Smellið hér til að nálgast það
Við minnum á að skilafrestur í næsta fréttabréf Skeiða- og Gnúpverjahrepps er FIMMTUDAGINN 31. október nk.
Blaðið fer í dreifingu póstþjónustunnar þriðjudaginn 5. nóvember.
Við fögnum sem fyrr aðsendu efni, tilkynningum og greinum.
Vinsamlega sendið allt efni á netfangið: frettabref@skeidgnup.is
AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL
Bláskógabyggð, Grímsnes-og Grafningshreppi, Hrunamannahreppi,
Skeiða-og Gnúpverjahreppi, Flóahreppi og Ásahreppi
Aðalskipulagsmál.
Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt lýsing að eftirfarandi aðalskipulagsbreytingu:
Breyting á gildandi aðalskipulagi Flóahrepps 2017-2029. Ósbakki L165463, Flóahreppi.
Kynnt er skipulags- og matslýsing sem tekur til 2 ha lands Ósabakka (L165463) sem í gildandi aðalskipulagi Flóahrepps er skilgreint sem frístundabyggð (F36) og er áætlað að breyta landnotkun í landbúnaðarland. Áætlað er að byggja upp nýtt íbúðarhús og hesthús/skemmu. Samhliða aðalskipulagsbreytingunni er kynnt skipulags- og matslýsing vegna deiliskipulags á svæðinu.
Skipulags- og matslýsing
Rúmgóðar einbýlishúsalóðir eru lausar til úthlutunar í fögru umhverfi í Árneshverfi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Meðf. er myndband sem sýnir þær. Myndband hér
Eins og kunnugt er hafa flest dreifbýlissveitarfélög í Árnessýslu verið með póstnúmerið 801 Selfoss.
Nú hefur verið gerð breyting í þessum efnum.
Skeiða- og Gnúpverjahreppur hefur fengið 804 Selfoss,
Flóahreppur fékk póstnúmerið 803 Selfoss, Grímsnes- og Grafningshreppur 805 Selfoss og Bláskógabyggð 806 Selfoss.
30. sveitarstjórnarfundur - Fundarboð - Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps
í Árnesi 16. október, 2019 klukkan 08:30.
Dagskrá
Mál til umfjöllunar og afgreiðslu
Mál til kynningar
Kristófer Tómasson Sveitarstjóri
Skrifstofan verður lokuð dagana 3. og 4. október nk. vegna fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna í Reykavík sem starfsmenn skrifstofunnar sækja. Áhaldahúsmennirnir verða á sínum stöðum þeir Ari 893-4426 og Bjarni 892-1250.
Einnig verður hægt að senda tölvupóst á kristofer@skeidgnup.is ef erindi eru brýn.
Vinna við heitavatnsleiðslu í Brautarholti hefst núna á eftir og það kallar á að taka verður vatnið af Holtabrautinni og öllum húsum í Brautarholti frá kl. ca 15:30 - til ca 17:00.
Íbúar eru beðnir velvirðingar á þeim óþægindum sem af þessu kunna að verða.
Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps í Árnesi 24. september, 2019 klukkan 10:00.
Dagskrá:
Til umfjöllunar:
1. Samningur við Rauðukamba
2. Svæðisskipulag Suðurhálendis
3. Fundargerðir UTU 65-67 ásamt ársreikningi
4. Friðlýsing í Þjórsárdal
Til kynningar
5. Afgreiðslufundir Byggingarfulltrúa 19 -105. fundur