Fréttir

Glæsileg íbúð að Bugðugerði 9 B afhent sveitarfélaginu

Á þessum fallegi degi afhenti Þrándarholt sf Skeiða- og Gnúpverjahreppi nýja og fullgerða íbúð að Bugðugerði 9 í Árneshverfi. Íbúðin er 100 fermetrar að stærð og öll hin glæilegasta.

Ingvar Þrándarson framkvæmdastjóri Þrándarholts sf og Kristófer Tómasson sveitarstjóri innsigluðu afhendinguna með tilheyrandi hætti á tímum Kórónaveirunnar. Olngbogar mættust.

Þjónusta á gámasvæðum í vikunni eftir páska

Gámasvæði sveitarfélagsins verða opin á neðangreindum tímum í vikunni efir páska Þriðjudag 14. apríl svæðið við Árnes kl 14:00-16:00.  Miðvikudag 15. apríl svæðið við Brautarholt kl. 14:00 – 16:00

Einnig verður opið laugardaginn 18 apríl samkvæmt hefðubundnum opnunartíma.

Breytt vinnulag við þjónustu á svæðunum verður viðhaft þessa daga. Hleypt verður einum aðila inn í einu. Rétt eins og í dimbilviku.

39. sveitarstjórnarfundur boðaður 15.apríl kl. 16:00. Haldinn með Teams fjarfundarbúnaði.

Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps, 15. apríl, 2020 klukkan 16:00.  Fundurinn fer fram meðTeams fjarfundarbúnaði.

Dagskrá

Reglur um sóttkví gilda líka í sveitinni!

Reglur um sóttkví gilda líka úti á landi  Að gefni tilefni vill lögreglustjórinn  á Suðurlandi og Almannavarnir á Suðurlandi taka það fram að það gilda sömu reglur um sóttkví úti á landi og í þéttbýli. Fólk þarf að halda sig heima. Sjá hér að neðan. 

Aðgerðum lokið vegna rafmagnsbilunar í dag 5.4.2020

Aðgerðum í Skeiða- og Gnúpverjahreppi er lokið og er ekki von á frekara rafmagnsleysi vegna þessa. Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Suðurlandi í síma 528 9890 og kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof

Ný uppfærsla - spurt og svarað um COVID-19

Spurt og svarað um COVID-19  Sérfræðingar frá embætti landlæknis voru að uppfæra spurt og svarað inn á Covid.is -  Við hvetjum ykkur til að skoða þá síðu.

Með bestu kveðju.
Almannavarnir

38. Sveitarstjórnarfundur haldinn 1. apríl - fjarfundur kl. 16:00

Árnesi, 30 mars, 2020 38. Sveitarstjórnarfundur  Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Boðað er til 38. fundar í sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps. Fundurinn verður haldinn með Teams fjarfundarbúnaði. 1 apríl, 2020 klukkan 16:00.

Engin þjónusta á gámasvæðunum en hægt að fara með lítilsháttar heimilissorp þangað

Gámasvæðin eru lokuð í ljósi aðstæðna en hægt er að fara með lítilsháttar heimilissorp þangað og viljum við beina þeim tilmælum til fólks að það reyni að fara sem minnst  á gámasvæðin á meðan þessar fáheyrðu aðstæður eru uppi. Einnig benduum við á að ekki er hægt að setja föt í Rauðakross gámana. Meðf eru leiðbeiningar frá Íslenska gámafélaginu um hvernig best sé að haga sér í sambandi við sorp.

Næsti sveitarstjórnarfundur verður haldinn 1. apríl n.k

Samkvæmt venju hefði sveitarstjórnarfundur átt að vera haldinn  þann  18. mars. Í ljósi aðstæðna er fundinum frestað til 1. apríl n.k. og erindi fyrir hann þurfa að berast í síðasta lagi þann 27. mars. 

Með bestu kveðju.

Sveitarstjóri.

Hertar aðgerðir vegna COVID-19 veirunnar

Heilbrigðisráðherra mun birta í Stjórnartíðindum nýja auglýsingu um takmörkun á samkomum í stað þeirrar eldri sem fellur þar með úr gildi. Gildistími verður óbreyttur, þ.e. til 12. apríl næstkomandi. Takmörkunin tekur til landsins alls. Stjórnvöld endurmeta takmörkunina eftir því sem efni standa til, hvort heldur til að aflétta henni fyrr, eða framlengja gildistímann.