Fréttir

Veiðiréttur í Fossá í Þjórsárdal til leigu.

Veiðiréttur í Fossá í Þjórsárdal er til leigu, óskað er eftir tilboðum. Leigutímabilið er frá  2019 til 2022 að báðum árum meðtöldum. Leigutaka verður skylt að selja veiðileyfi til almennings. Upplýsingar veita Kristófer sveitarstjóri í síma 486-6100 eða 861-7150 netfang : kristofer@skeidgnup.is   og Trausti Jóhannsson skógræktinni í síma 470-2080 netfang:  trausti@skogur.is .  Tilboðum skal skila á skrifstofu Skeiða- og Gnúpverjahrepps eigi síðar en  kl 16:00 12. nóvember næstkomandi. Tilboðin verða opnuð eftir kl 16:00 sama dag.

Boðað til 9. sveitarstjórnarfundar 7. nóvember í Árnesi kl. 09:00

Mál til umfjöllunar og afgreiðslu :

Fundargerðir

Annað

Mál til kynningar :

Kristófer A Tómasson sveitarstjóri

„Koddu“ að leika! á sparkellinum við þjórsárskóla 27.október

Íþróttavikan: Á morgun, laugardaginn 27. október, ætlum við að leika okkur saman á sparkvellinum við Þjórsárskóla. Farið verður í ýmsa leiki sem margir kunna en einhverjir þurfa upprifjun á. Svo munum við örugglega læra einhverja nýja leiki. Ef þið skylduð vera búin að gleyma leikjunum, þá er hér fyrir neðan upptalning á nokkrum af þeim leikjum sem margir ættu að kannast við og gaman væri að fara í. Tilvalið að rifja þá upp áður en við hittumst á morgun. Vonumst til að sjá mömmur og pabba, afa og ömmur, frænkur og frændur með börnunum í leik. Leikir eru frábær hreyfing. Sjáumst á morgun kl. 13.00 við Þjórsárskóla  (ef veður leyfir ekki útiveru verðum við inni í Árnesi).

Opinn fundur - áhersla á fyrirhugaða friðlýsingu Gjárinnar

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Umhverfisstofnun boða til fundar 25. október n.k.  í Árnesi  kl. 20:00. Lögð áhersla á fyrirhugaða friðlýsingu Gjárinnar í Þjórsárdal.

Hildur Vésteinsdóttir teymisstjóri friðlýsinga hjá Umhverfisstofnun hefur framsögu.

Unnið við ljósleiðara aðfaranótt fimmtudagsins 25.okt. kl 00:00

Vinna við ljósleiðara verður aðfaranótt fimmtudagsins 25.okt 2018. kl 00.00.  Þ.e. vinna hefst á miðvikudagskvöldinu þann 24. okt. Rjúfa þarf streng sem tengir Brautarholt og Árnes saman. Áhrif þessa kunna að vara í allt að tvær klukkustundir.

https://ja.is/kort/?type=aerial&x=425975&y=392067&z=9

Boðað til 8. sveitarstjórnarfundar 24. október í Árnesi kl. 09:00

Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps í Árnesi miðvikudaginn 24. október 2018  kl. 09:00.

             Mál til umfjöllunar og afgreiðslu :

Mál til kynningar :

Kristófer A Tómasson sveitarstjóri

NATO varnaræfing í Þjórsárdal 19. og 20. október

“Þessa dagana fer fram stór varnaræfing á vegum NATO sem fram fer að mestu leyti í Noregi. Undanfarna daga hafa bandarískir hermenn verið með undirbúningsæfingar á Íslandi, þó aðallega á Reykjanesi og við Keflavíkurflugvöll. Á morgun föstudag og laugardag munu hópar bandarískra hermanna vera með gönguæfingar í Þjórsárdal. Hermenn þessir verða klæddir í hermannafatnað og bera vopn, óhlaðin, en engin skotfæri eru leyfð á þessari æfingu. Tilgangurinn er að undirbúa þetta fólk til veru í slæmu veðri kanna þolmörk þess í göngu með þungan búnað. Ekki hafa verið settar upp lokanir vegna þessa og ekki gert ráð fyrir því að þetta trufli umferð að neinu leyti eða valdi neinu raski. Lögreglan á Suðurlandi, ásamt sérsveit Ríkislögreglustjóra verða með gæslu á svæðinu og þessu fólki til aðstoðar. “

Stórmerkilegur fornleifafundur í Þjórsárdal.

Fundist hefur áður óþekkt bæjarstæði í Þjórsárdal. Það var heimamaðurinn Bergur Þór Björnsson frá Skriðufelli sem fann bæjarstæðið. Fornleifafræðingar fóru á vettvang síðastliðinn föstudag og báru kennsl á nokkra merka forngripi í lausum jarðvegi. Þar er einna mætastur þórshamar úr sansdsteini,  má leiða að því líkum hann hafi verið borinn um háls einstaklings fyrir 1.000 árum eða svo. Gefur það til kynna að þar hafi farið einstaklingur sem ekki var kristinnar trúar. Ekki hefur áður fundist þórshamar úr steini hér á landi. Auk þess fundust sylgja, alur og heinarbrýni. Meðal fronleifafræðinganna er Ragnheiður Gló Gylfadóttir sem hefur að undanförnu unnið að fornleifaskráningu fyrir sveitarfélagið. Að hennar sögn er um stórmerkilegan fund að ræða. Mikill áhugi sé á að kanna bæjarstæðið nánar. Bærinn hefur verið skírður Bergsstaðir í höfuð finnandans.

Skrifstofan lokuð 11. og 12. október

Skrifstofa sveitarfélgasins í Árnesi verður lokuð dagana 11. - 12. október, fimmtudag og föstudag vegna fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna sem starfsmenn sækja. Ef erindi eru brýn er hægt að senda póst á kristofer(hjá)skeidgnup.is eða hringja í hann í síma 861-7150. Hægt er einnig að hafa samband við Áhaldahúsið í síma 893-4426. Opið svo eins og venjulega á mánudaginn 15. október. 09- 12 og 13 - 15.

Íþróttavika Evrópu: Neslaug og Skeiðalaug - frítt í sund

Íþróttavika Evrópu 23. - 30. september 2018. Markmið Íþróttaviku Evrópu er að kynna íþróttir og almenna hreyfingu um alla Evrópu og sporna við auknu hreyfingarleysi meðal almennings. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands sér um að halda utan um verkefnið hérlendis og er þetta í fyrsta skipti sem sérstakur BeActive dagur er haldinn hátíðlegur. Ljóst er að þessi skemmtilegi dagur er kominn til að vera. Íþróttavika Evrópu er nú í fullum gangi og vefsíða verkefnisins er www.beactive.is og Facebook síðuna má finna hér.