Fréttir

Hreinsunarátak í Skeiða- og Gnúpverjahreppi

Hreinsunarátak verður í sveitarfélaginu frá 1 – 17. júní næstkomandi.

Snyrtimennska er stór þáttur í vellíðan íbúa og gesta sem ber að garði. Fegrun umhverfis er víð eitt af föstum liðum vorsins.

Almennt er umhverfið hér í Skeiða- og Gnúpverjahreppi til sóma. En alltaf má gera gott enn betra.

Íbúar, fyrirtæki, sumarbústaðaeigendur og aðrir eru hvattir til að leggja átakinu lið.

Kennari óskast

Grunnskólakennari í Þjórsárskóla

í  Þjórsárskóla er laus 100% staða umsjónarkennara á yngra stigi

Meðal kennslugreina : Heimilisfræði í 1-7 bekk.

Umsóknarfrestur til og með 5. júní 2019.

Nánari upplýsingar veitir Bolette Höeg Koch skólastjóri sími 895 9660

netfang : bolette@thjorsarskoli.is

Skólaakstur- verktaki óskast

Skólaakstur í Skeiða- og Gnúpverjahreppi

Óskað er eftir verktaka í skólaakstur í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Skólaárin 2019-2020 og 2020-2021.

Um er að ræða akstursleið í dreifbýli frá bæjum af efri hluta Skeiðasvæðis fremri hluta Gnúpverjasvæðis að Þjórsárskóla. Ekið er að morgni og heim aftur síðdegis á starfstíma skólans. Auk þess tekur verktaki að sér annan tilfallandi akstur í tengslum við skóla eða tómstundastörf.

Fundarboð 21. fundar sveitarstjórnar. 15. maí

Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps í Árnesi miðvikudaginn 15. maí 2019  kl. 09:00.

Dagskrá:

             Mál til umfjöllunar og afgreiðslu :

Mál til kynningar.

Kristófer A Tómasson sveitarstjóri.

Vinnuskóli Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2019

Ungmennum, með lögheimili í Skeiða- og Gnúpverjahreppi sem fædd eru 2004 og 2005 gefst kostur á að starfa í Vinnuskóla sveitarfélagins í sumar. Vinnuskólinn hefst 5. júní og stendur í um það bil 9 vikur eða til og með 1. Ágúst.  Unnið verður fjóra daga í hverri viku, mánud.—fimmtud. Kl. 08:00 - 14:00. Skylt er að taka frí eina viku á tímabilinu. Hámarksfjöldi vinnufólks í einu er átta. Ef fjöldi vinnufólks verður meiri, verður starfstíminn skipulagður með það í huga. Í ágúst gefst þeim kostur sem hafa áhuga, að vinna eftir þörfum og samkomulagi. Heitur matur er framreiddur í hádeginu en koma þarf með nesti í kaffitíma fyrir hádegi. Umsóknarfrestur er til 15. maí. Skráning fer fram hjá Ara Einarssyni umsjónarmanni vinnuskólans, netfang ari@skeidgnup.is sími 893-4426 eða á skrifstofu netfang skeidgnup@skeidgnup.is sími 486-6100.
 
Sveitarstjóri 
 

Fréttabréf maí 2019

Fréttabréf maí 2019 er komið út fullt af góðu efni og það er komið á vefinn. Það má finna hér

Lesið og njótið.

Fundarboð 20. fundar sveitarstjórnar 2. maí 2019

20. Fundur Sveitarstjórnar

Fundarboð

Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps

í Árnesi  2 maí, 2019 klukkan 08:30.

Aldursforsetinn 100 ára í dag - Árnað heilla

Guðbjörg Eiríksdóttir í Steinsholti er 100 ára í dag 22 apríl. Hún er vel ern miðað við aldur og býr enn í sínu eigin húsi og unir hag sínum vel. Guðbjörg hefur allt sitt líf búið í Steinsholti. Hún hélt lengi heimili með bræðrum sínum Jóni og Sveini og rak með þeim myndarbú, en þeir eru báðir  látnir. 

Nýr starfsmaður

Bjarni Jónsson hefur verið ráðinn forstöðumaður þjónustustöðvar Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Hann mun hefja störf um næstu mánaðamót Meðal verkefna hans verða umsjón með framkvæmdum á vegum sveitarfélagsins og eignum þess, Hann mun hafa yfirumsjón með sorpþjónustu og vinnuskóla, auk tilfallandi verkefna. Þar meðtalin minniháttar smíða og viðhaldsverkefni. Bjarni er húsasmíðameistari að mennt, með byggingastjóraréttindi. Auk þess hefur hann lokið stjórnunarmenntun frá Endurmenntunarstofnun HÍ. Hann hefur víðtæka reynslu úr sinni iðngrein, auk stjórnunarreynslu. Hann var meðal annars fjármálastjóri hjá Krafti hf um átján ára skeið. Bjarni sextugur að aldri, fæddur 1959 og er Lilja Svavarsdóttir eiginkona hans. Þau eiga þrjú uppkomin börn. Heimili þeirra er í Reykjavík, en þau huga að búferlaflutningum hingað í Skeiða- og Gnúpverjahrepp innan tíðar.

Aðalfundur Afréttarmálafélags Flóa og Skeiða

Aðalfundur Afréttarmálafélags Flóa og Skeiða verður haldinn þriðjudaginn 23. apríl nk í Þingborg.

Fundurinn hefst kl 20:30.

Hefðbundin aðalfundarstörf

Stjórnin