Fréttabréf maí er komið út
Fréttabréf Skeiða- og Gnúpverjahrepps er komið út og er stútfullt af ýmis konar efni LESA HÉR Fréttir af fólki og hitt og þetta.
Fréttabréf Skeiða- og Gnúpverjahrepps er komið út og er stútfullt af ýmis konar efni LESA HÉR Fréttir af fólki og hitt og þetta.
Íbúafundir um mögulega sameiningu sveitarfélaganna í Árnessýslu. Nú stendur yfir greining á kostum og göllum þess að sameina sveitarfélögin í Árnessýslu í eitt sveitarfélag. Verkefninu er stýrt af samstarfsnefnd sveitarfélaganna og ráðgjafarsviði KPMG. Boðað er til íbúafunda vegna þessa verkefnis í hverju sveitarfélagi fyrir sig:
Þarfir Sunnlendinga. Kynning á niðurstöðum rannsóknar. Boðið er til opins fundar á Hótel Selfossi fimmtudaginn 11. maí nk. kl. 14:15-16:30. Þar mun Félagsvísindastofnun HÍ kynna niðurstöður rannsóknar sem unnin var í vetur í samvinnu Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga
Laus er staða umsjónarkennara í 3.- 4. bekk í Þjórsárskóla. Kennt er í litlum hópum yngri sér ( 1.-4.) og eldri sér ( 5.-7.). Við leggjum upp úr sjálfbærni, að nýta það efni sem við fáum í Þjórsárdalsskógi og einnig að gefa gömlum hlutum nýtt líf. Aðal kennslugreinar fyrir utan umsjónarkennslu eru stærðfræði og náttúru/samfélagsfærði 1-4 bekk, reynsla er æskileg. Gerð er krafa um grunnskólakennaramenntun og lipurð í mannlegum samskiptum. Reynsla á yngsta og miðstigi æskileg. 100 % staða frá 1 ágúst nk.
Skeiða- og Gnúpverjahreppur óskar eftir starfsfólki í Þjórsárstofu frá 1. júní – 31. ágúst nk: Verksvið: Umsjón Þjórsárstofu- Upplýsingamiðlun til ferðamanna. Umsjón með tjaldsvæði við Árnes. Gerð er krafa um enskukunnáttu, þekkingu á staðháttum lágmarksaldur 20 ár.
Verkstjóri í vinnuskóla og tilfallandi störf sumar 2017. Verksvið: Umsjón með vinnuskóla og tilfallandi störf í áhaldahúsi. Tímabil 1. júní til 20. ágúst.
Fréttabréf apríl er komið út og stútfullt af alls konar efni lesa hér Auglýsing um Uppsprettu 2017 og Páskabingó Kvenfélgas Gnúpverja. Fréttir af framkvæmdum við Búrfell, fréttir úr skólunum, sveitarstjórapistill, úrslit Uppsveitadeildarinnar, fréttir af Héraðsleikum og bendi sérstaklega á könnun sem auglýst er á bl. 21 og hægt er að svara á heimasíðu sveitarafélgasins skeidgnup.is ( hér til hliðar) í dag og á morgun um sameinginu sveitarfélaga og svo er margt, margt fleira.
Könnuninni verður hægt að svara til og með 17. apríl 2017. Öll sveitarfélögin í Árnessýslu vinna nú saman að sviðsmyndagreiningu í tengslum við mögulega sameiningu sveitarfélaganna. Ráðgjafarsvið KPMG sér um framkvæmd verkefnisins en gert er ráð fyrir að vinnunni verði lokið nk. haust og í framhaldinu verði niðurstaða verkefnisins tekin til umræðu í sveitarstjórnum í sýslunni.
Liður í undirbúningsvinnunni er að senda út rafræna könnun til að fá fram sjónarmið íbúa á svæðinu og því viljum við biðja þig að taka þátt í þessari könnun. Hún er nafnlaus og eru svör ekki rekjanleg til þeirra einstaklinga sem taka þátt í henni.
Auglýsing um skipulagsmál í sveitarfélögunum Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Samkvæmt 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt eftirfarandi tillaga að deiliskipulagi ásamt umhverfisskýrslu skv. lögum um umhverfismat áætlana nr. 105/2006 sem nær til ofangreindra sveitarfélaga:
Bláskógabyggð, Grímsnes-og Grafningshreppi, Hrunamannahreppi, Skeiða-og Gnúpverjahreppi, Flóahreppi og Ásahreppi Aðalskipulagsmál. Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt lýsing fyrir eftirfarandi aðalskipulag:
1. Endurskoðun Aðalskipulags Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2017-2029.
Fréttabréf mars er komið út og hægt að lesa hér Mikið er um að vera í samfélaginu um þessar mundir og ber Fréttabréfið þess merki. Þar má sjá auglýsingar um hjónaballið í Brautarholti, tónleika, námskeið, fundi og leiksýningar. Einnig vantar fólk í vinnu hér í sveitarfélaginu. Smárafréttir á sínum stað og Leikskóla og grunnskólafréttir ásamt aðsendu efni, fróðleiksmola og öðru.. Munið að panta tímanlega á hjónaballið í Brautarholti í síma 861-6410 Anna Fríða eða 898-9172 Gústi og pantanir þurfa að hafa borist fyrir þriðjudagskvöldið 14. mars.