Umhverfissjóður Íslenskra Fjallaleiðsögumanna

Umhverfiðssjóðður Íslenskra Fjallaleiðsögumanna veitir styrki á tveggja ára fresti. Sjóðnum er ætlað að úthluta styrkjum til verkefna sem stuðla að verndun náttúru Íslands.  Fyrirtæki, einstaklingar, eignarhaldsfélög, félagasamtök, sveitarfélög og opinberar stofnanir geta fengið framlög frá sjóðnum. Umsóknaraðilar geta einnig verið samstarf nokkurra aðila. 

Hvernig höfum við áhrif á samfélag okkar? 24. mars kl. 15:00

Opinn fundur til að hvetja til þátttöku í sveitarstjórnarmálum verður haldinn í Félagsheimilinu Árnesi laugardaginn 24. mars kl. 15:00

             Halldóra Hjörleifsdóttir, oddviti Hrunamannahrepps.

             Matthildur María Guðmundsdóttir, verkfræðingur.

Allir velkomnir, sérstaklega ungt fólk.

www.facebook.com/gjalp

Atvinnustefna 2017-2019

Atvinnustefna Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2017-2019 sem  unnin  var af Atvinnu- og samgöngumálanefnd sveitarfélgsins er  HÉR  - Í henni  gefur að líta  markaða stefnu í atvinnumálum  í sveitarfélaginu fyrir þrjú ár.

Ávarp oddvita. 

Fréttabréf mars komið út.

Fréttabréf mars er komið út LESA HÉR.  Það er stútfullt af fréttum og auglýsingum um  ýmis konar  viðburði sem lesa þarf  vandlega. 

Viðbragðsáætlun Almannavarna -samfélagsleg áföll

Samþykkt hefur verið Viðbragðsáætlun Almannavarna  LESA HÉR sem unnin var  af Víði Reynissyni, hjá Almannavörnum á Suðurlandi , Lögregstjóranum á Suðurlandi  og sveitarfélaginu. Greint hefur verið hvers konar samfélagsleg áföll  geta hent íbúa sveitarfélagsins og unnin hafa verið langtímaviðbrögð sveitarfélagsins Skeiða- og Gnúpverjahrepps við þeim.

57. Fundur sveitarstjórnar 7. mars 2018

Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps í Árnesi miðvikudaginn 7. mars 2018  kl. 14:00.

Dagskrá:

             Mál til umfjöllunar og afgreiðslu :

Fundargerðir

Styrktarmál

Umsagnir og annað.

56. sveitarstjórnarfundur boðaður 21.02.2018 í Árnesi kl. 14:00

            Boðað er til 56. fundar í sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps í Árnesi miðvikudaginn 21. febrúar 2018 kl.14:00.

             Mál til umfjöllunar og afgreiðslu:

        Fundargerðir

          Umsagnir

      Mál til kynningar :

Upplýsingar frá Vegagerðinni um snjómokstur

Varðandi snjómokstursreglu á Þjórsárdalsvegi  frá Skeiða og Hrunamannavegi að Búrfelli. Þessa leið á að moka fimm daga vikunnar sem eru:
sun, mán, mið, fim og föstudag. Stefna á að að vegurinn sé fær virka daga:frá kl.07:00 til  19:30 í Árnes og  08:00 til 17:00 í Búrfell. Um helgar.
Skeiðavegur – Árnes 08:30 til 19:30. Árnes- Búrfell 09:00 til 17:00. Þjórsárdalsvegur er í þjónustuflokki 3 og upplýsingar á um þjónustuflokka Vegagerðarinnar eru inn á vegagerdin.is

Fréttabréf febrúar 2018 komið út

Fréttabréf febrúar 2018 er komið út LESA HÉR. Fréttir frá Hestamannafélaginu, Þjórsárskóla, Leikholti. Sveitarstjórapistill og ýmislegt annað ásamt  því að sorphirðudagatal 2018 fyrir sveitarfélagið er sent með. Fréttabréfið átti að koma með póstinum þann 14. febrúar en kemur á morgun föstudag 16. feb.  þessi seinkun er vegna óveðursins sem fór yfir landið þann 14. ferbúar.

Skólahald fellur niður í dag vegna veðurs og leikskóli lokaður

Skólahald fellur niður í Þjósrárskóla í dag vegna veðurs og ófærðar. Einnig veður leikskólinn Leikholt lokaður í dag. af sömu ástæðu, Sveitarstjóri