Framboðsfundur allra framboða í Brautarholti 22. maí kl. 20:00

Framboðsfundur í Brautarholti, Þriðjudaginn 22. maí kl. 20:00. Þar gefst kjósendum kostur á að hlusta á stefnur listanna og spyrja frambjóðendur nánar út í áherslur. 

Þrír listar bjóða fram til sveitarstjórnarkosninga í Skeiða- og Gnúpverjahreppi  þann 26. maí  2018. Þeir eru:  

Skapandi starf fyrir alla í Þjórsárskóla 23. maí kl. 15:30

Okkur langar að bjóða ykkur að koma í Þjórsárskóla miðvikudaginn 23. maí kl. 15.30 og taka þátt í skapandi starfi með fjölbreyttu skógarefni. Ólafur Oddsson kemur til okkar og sér um kennsluna sem er hugsuð til þess að kynna fyrir íbúum það sem við erum að kenna börnunum.  Við munum búa til nytjahluti og skrautmuni.

Fréttabréf maí komið út

Fréttabréf maí 2018 er komið út og er  í eins stóru broti og hægt er  LESA HÉR  Stútfullt af fréttum og ýmis konar fróðleik, auglýsingum og öðru sem gott getur verið að hafa í huga. Það kemur væntanlega í póstkassana hjá okkur á fimmtudaginn.

Kjörskrá fyrir Skeiða- og Gnúpverjahrepp liggur frammi frá 16. maí.

Kjörskrá fyrir Skeiða- og Gnúpverjahrepp  vegna sveitarstjórnarkosninga 26. maí 2018
liggur frammi á skrifstofu Sveitarfélagsins í Árnesi
frá og með 16. maí 2018 til kjördags.
Mánudaga -fimmtudaga kl. 9:00-12:00
og 13:00-15:00
og föstudaga  frá 9:00-12:00.
Kjörstjórn.

Næsti sveitarstjórnarfundur haldinn í Árnesi miðvd. 16. mai kl. 14:00

             Boðað er til 61. fundar í sveitarstjórn Skeiða-og       Gnúpverjahrepps í Árnesi

            miðvikudaginn 16. Maí  2018  kl.14 14:00.     

                            Dagskrá:

             Mál til umfjöllunar og afgreiðslu :

Fundargerðir

Samningar

Annað

Mál til kynningar :

Sveitarstjórnarkosningar í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

Sveitarstjórnarkosningar í Skeiða- og Gnúpverjahreppi fara fram laugardaginn
26. maí 2018. - Kosið verður í Félagsheimilinu Árnesi.
Kjörfundur hefst kl. 10.00 og lýkur kl. 22.00.
Kjósendur eru minntir á að hafa meðferðis persónuskilríki með mynd og
framvísa ef óskað er.
Atkvæði verða talin á sama stað, strax að kjörfundi loknum.

Athugið að hægt er að kjósa utan kjörfundar á öllum sýsluskrifstofum
landsins.  
Sýsluskrifstofan á Selfossi, Hörðuvöllum 1,   er opin virka daga frá kl. 9.00 til 15.00. 

Tenging nýrrar aflstöðvar við Búrfell undirbúin

Landsnet: Föstudaginn 4. maí setti Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets endurbætt tengivirki fyrirtækisins við Búrfellsvirkjun í gang að viðstöddum hópi gesta. Með því var Landsnet að tengja inn á flutningskerfi Íslands nýja vatnsaflsvirkjun við Búrfell. Landsvirkjun er að ljúka við byggingu hennar. Verður hún gangsett seinnipartinn í júní. Ekki var þörf á að byggja nýtt tengivirki, það sem fyrir var til staðar í Búrfelli dugar til þess brúks en stjórnbúnaður var endurnýjaður engu að síður. Umrætt tengivirki er í raun helsta þungamiðja flutningskerfis raforku í landinu. Rafmagnið sem verður til í virkjunum í Þjórsá, alls um 400 MW, fer þar inn. Þaðan fer það út á fimm háspennulínur. Margir aðilar komu að þessu verkefni sem var að sögn Guðmundar býsna flókið viðfangsefni. Mikið lán var með starfsmönnum verkefnisins og blessunarlega urðu engin slys á fólki. Tíma- og kostnaðaráætlun stóðst. Fyrir gangsetninguna var haldin kynning á verkefninu í félagsheimilinu í Árnesi.

Frá Kjörstjórn um móttöku framboðslista.

Laugardaginn 5. maí rennur út frestur til að skila inn framboðslistum til sveitarstjórnarkosninga.

Kjörstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps tekur á móti framboðslistum í Árnesi kl 11:00 - 12:00 laugardaginn 5. maí

Sveitarstjóri. 

Vatni hleypt á nýjan frárennslisskurð í Búrfelli

Fyrir hönd Landsvirkjunar vil ég upplýsa ykkur um að nú er komið að þeim áfanga í  framkvæmdum við stækkun Búrfellsvirkjunar að vatni verður hleypt á nýjan frárennslisskurð. Í framhaldi af því verður stífla sem nú skilur skurðinn frá farvegi Fossár fjarlægð. Sú aðgerð að fjarlægja stífluna mun hafa í för með sér að eitthvert grugg mun berast út í Fossá og síðan í Þjórsá þann skamma tíma sem sá verkþáttur stendur (áætlað 3-5 dagar). Í grófum dráttum mun flæðing frárennslisskurðar ganga fyrir sig með eftirfarandi hætti:

Síðasti skiladagur efnis í maí Fréttabréf er 6. maí

Munið að skila inn efni á sunnudaginn  6. maí í Fréttabréfið  á kidda@skeidgnup.is  svo að ég geti komið því út sem fyrst.  Nú er vorið að koma og  látið mig vita  ef nýr sveitungi hefur fæðst. Hestamannafréttir eru vel þegnar og alls kyns fréttir og auglýsingar.  Meðf. er apríl Fréttabréfið  LESA HÉR  þar er margt að venju.  Kveðja.  Khg