AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL

Bláskógabyggð, Grímsnes-og Grafningshreppi, Hrunamannahreppi, Skeiða-og Gnúpverjahreppi, Flóahreppi og Ásahreppi

Aðalskipulagsmál

Samkvæmt 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt niðurstaða sveitarstjórnar varðandi eftirfarandi aðalskipulagsmál : 

10. sveitarstjórnarfundur boðaður miðvd. 21. nóv. kl. 09:00

                  Boðað er til 10. fundar í sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps í Árnesi miðvikud. 21. nóv.2018  kl. 09:00.

                         Mál til umfjöllunar og afgreiðslu:

Fundargerðir :

Mál til umsagnar :

Mál til kynningar :

Kristófer A Tómasson sveitarstjóri

Rafmagnslaust í Skeiða- og Gnúpverjahreppi 8.11.2018

Rafmagnslaust verður í Geldingarholti að Kálfhaga og frá Árnesi að Löngudælaholti upp með Kálfá í Skeiða-og Gnúpverjahreppi þann 08.11.2018 frá kl 10:00 og fram eftir degi vegna tengivinnu á háspennu.  Hægt er að sjá kort af svæði inn á RARIK.IS undir tilkynningar.
Einnig verður rafmagnslaust verður á Suðurbraut, Knarrarholti að Skaftholti og Þjórsárholti  í Skeiða- og Gnúpverjarhreppi þann 08.11.2018 frá kl 14:30 og fram eftir degi vegna tengivinnu á háspennu. Hægt er að sjá kort af svæði inn á RARIK.IS undir tilkynningar.

Veiðiréttur í Fossá í Þjórsárdal til leigu.

Veiðiréttur í Fossá í Þjórsárdal er til leigu, óskað er eftir tilboðum. Leigutímabilið er frá  2019 til 2022 að báðum árum meðtöldum. Leigutaka verður skylt að selja veiðileyfi til almennings. Upplýsingar veita Kristófer sveitarstjóri í síma 486-6100 eða 861-7150 netfang : kristofer@skeidgnup.is   og Trausti Jóhannsson skógræktinni í síma 470-2080 netfang:  trausti@skogur.is .  Tilboðum skal skila á skrifstofu Skeiða- og Gnúpverjahrepps eigi síðar en  kl 16:00 12. nóvember næstkomandi. Tilboðin verða opnuð eftir kl 16:00 sama dag.

Boðað til 9. sveitarstjórnarfundar 7. nóvember í Árnesi kl. 09:00

Mál til umfjöllunar og afgreiðslu :

Fundargerðir

Annað

Mál til kynningar :

Kristófer A Tómasson sveitarstjóri

Deildarstjóri og leikskólakennari óskast í Bláskógabyggð

Leikskólinn Álfaborg i Bláskógabyggð auglýsir eftir deildarstjóra í 100% stöðu, í tímabundna ráðningu, frá 1. desember 2018 með möguleika á fastráðningu vegna stækkunar leikskólans. Einnig óskast leikskólakennari í 100% stöðu í ótímabundna ráðningu, sá þarf að geta hafið störf sem fyrst. Einnig kemur til greina að ráða í hlutastarf. Í leikskólanum starfar samstillt, glaðlynt og metnaðarfullt starfsfólk og mikil áhersla er lögð á góðan starfsanda og vellíðan barna. Auk þess er mikil og góð samvinna á milli leikskólans og grunnskólans Bláskógaskóla í Reykholti. Álfaborg er 2ja deilda leikskóli og er staðsettur til bráðabirgða í tveimur húsum í Reykholti, Biskupstungum, þ. á m. með aðalaðsetur í Bláskógaskóla. Nýtt húsnæði leikskóla er í smíðum og er áætlað að taka það í notkun haustið 2019.

„Koddu“ að leika! á sparkellinum við þjórsárskóla 27.október

Íþróttavikan: Á morgun, laugardaginn 27. október, ætlum við að leika okkur saman á sparkvellinum við Þjórsárskóla. Farið verður í ýmsa leiki sem margir kunna en einhverjir þurfa upprifjun á. Svo munum við örugglega læra einhverja nýja leiki. Ef þið skylduð vera búin að gleyma leikjunum, þá er hér fyrir neðan upptalning á nokkrum af þeim leikjum sem margir ættu að kannast við og gaman væri að fara í. Tilvalið að rifja þá upp áður en við hittumst á morgun. Vonumst til að sjá mömmur og pabba, afa og ömmur, frænkur og frændur með börnunum í leik. Leikir eru frábær hreyfing. Sjáumst á morgun kl. 13.00 við Þjórsárskóla  (ef veður leyfir ekki útiveru verðum við inni í Árnesi).

Opinn fundur - áhersla á fyrirhugaða friðlýsingu Gjárinnar

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Umhverfisstofnun boða til fundar 25. október n.k.  í Árnesi  kl. 20:00. Lögð áhersla á fyrirhugaða friðlýsingu Gjárinnar í Þjórsárdal.

Hildur Vésteinsdóttir teymisstjóri friðlýsinga hjá Umhverfisstofnun hefur framsögu.

Unnið við ljósleiðara aðfaranótt fimmtudagsins 25.okt. kl 00:00

Vinna við ljósleiðara verður aðfaranótt fimmtudagsins 25.okt 2018. kl 00.00.  Þ.e. vinna hefst á miðvikudagskvöldinu þann 24. okt. Rjúfa þarf streng sem tengir Brautarholt og Árnes saman. Áhrif þessa kunna að vara í allt að tvær klukkustundir.

https://ja.is/kort/?type=aerial&x=425975&y=392067&z=9

Boðað til 8. sveitarstjórnarfundar 24. október í Árnesi kl. 09:00

Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps í Árnesi miðvikudaginn 24. október 2018  kl. 09:00.

             Mál til umfjöllunar og afgreiðslu :

Mál til kynningar :

Kristófer A Tómasson sveitarstjóri