66. fundur sveitarstjórnar Skeiða-og Gnúpverjahrepps

Boðað er til 66. fundar sveitarstjórnar miðvikudaginn 25. ágúst 2021 kl. 14.00 í Árnesi

Dagskrá

Mál til umræðu

1. Leikskólavist utan lögheimilis

2. Umsókn um námsvist utan lögheimilissveitarfélags

3. Samþykki um gatnagerðargjöld í þéttbýli Skeiða- og Gnúpverjahrepps

Laus staða leikskólakennara í Leikholti

Gaukurinn

Þá er loksins kominn út Gaukur ágústmánaðar, litlu seinna en stefnt var að í upphafi, vonum að það komi ekki að sök. Hann má finna hér

Góða helgi

Skeiða- og Gnúpverjahreppur auglýsir eftir skólaliða

Laust er 70% starf skólaliða við Þjórsárskóla í Árnesi.

Helstu verkefni og ábyrgð skólaliða:

Umsóknarfrestur er til 13. ágúst

Nánari upplýsingar veitir Bolette Höeg Koch skólastjóri sími 895 9660 netfang : bolette@thjorsarskoli.is

Orðsending frá Afréttamálanefnd Gnúpverja

Þeir sem ætla að sækja um leit á Gnúpverjaafrétti í haust hafi samband við Lilju í síma 847-8162 fyrir 19. ágúst næstkomandi.

Breytt fyrirkomulag verður á eftirsafni í ár. Farið verður af stað miðvikudaginn 15. september og komið heim sunnudaginn 19. september. Möguleg seinkun verður á eftirsafni ef veður verður óhagstætt.

Kaldavatnslögn í sundur

Aðal vatnslögn Kaldavatnsveitu Árness fór í sundur við framkvæmdir nú í morgun. Unnið er að viðgerð og ef hún gengur vel ætti safntankurinn að duga fyrir Árneshverfið. Mælst er þó til þess að fólk fari ekki í óþarfa vatnsnotkun, ef vera skyldi að viðgerð dragist á langinn. 

65. fundur sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps

Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps

í Árnesi  11 ágúst, 2021 klukkan 14:00.

Dagskrá

1. Úrskurður v. stjórnsýslukæru

Gaukurinn og skrifstofustarfsfólk sveitarfélagsins úr fríi

Á mánudaginn síðastliðinn opnaði skrifstofa sveitarfélagsins eftir þriggja vikna lokun v. sumarfría. Opnunartími skrifstofunnar er eins og áður 9-12 og 13-14 mánudaga - fimmtudaga og 9-12 á föstudögum. 

Stefnt er að útgáfu rafræna fréttabréfsins Gauksins í kringum 10. ágúst - ef fólk lumar á efni í Gaukinn má senda það á hronn@skeidgnup.is

Sumarfrí skrifstofu Skeiða- og Gnúpverjahrepps

Eftir föstudaginn 2. júlí verður skrifstofa Skeiða- og Gnúpverjahrepps lokuð í þrjár vikur og opnar aftur kl.8 mánudaginn 26. júlí.  Bent er á að hægt er að hafa samband við Björn Axel, starfsmann áhaldahúss, í síma 893 4426. Ef erindi eru brýn er hægt að hafa samband við oddvita í síma 895 8432.  Næsti fundur sveitarstjórnar er á dagskrá miðvikudaginn 11. ágúst.  Vanti upplýsingar eða þjónustu við fjallaskála sveitarfélagsins (Gljúfurleit, Bjarnalækjarbotna eða Tjarnarver) má hafa samband við Gylfa í síma 8691118.

Brú yfir Þjórsá opin fyrir gangandi og hjólandi umferð

Framkvæmdum við smíði nýrrar göngu-, hjóla- og reiðbrúar yfir Þjórsá, ofan Þjófafoss hefur miðað vel. Verkefnið er hluti mótvægisaðgerða vegna stækkunar Búrfellsstöðvar samkvæmt samkomulagi við sveitarfélag Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Um er að ræða 102 metra langa stálbitabrú með timburgólfi úr íslensku sitkagreni sem aflað var í samstarfi við Skógrækt ríkisins og Límtré Vírnet. Framkvæmdir við brúarsmíði hófust um miðjan október síðastliðinn og nú hefur sá merki áfangi náðst að brúarsmíðinni sjálfri er lokið og hægt að heimila umferð gangandi og hjólandi yfir brúna. Enn um sinn verður lokað fyrir umferð hestamanna um brúna, á meðan unnið er að aðgerðum innan virkjunarsvæðis Búrfellsstöðva, þar sem ætlunin er að halda opinni leið fyrir hestamenn um Sámsstaðamúla. Vonir standa til að hægt verði að ljúka þeim framkvæmdum síðsumars og í framhaldinu taka brúna að fullu í notkun.