Klippikortin tilbúin

Klippikortin fyrir rusl á ruslasvæðið eru tilbúin til afgreiðslu. Að þessu sinni prufum við nýtt fyrirkomulag og verða kort íbúa á svæðinu afgreidd á ruslasvæðinu þegar fólk kemur með sorp þangað. Starfsmenn þar eru með lista yfir hverjir eiga rétt á korti og er fólk beðið að kvitta fyrir móttöku kortsins. Klippikortunum er útdeilt eftir eigendum fasteigna, svo ef einhverstaðar eru leigjendur sem eiga að fá klippikort má gjarnan koma þeim upplýsingum til okkar hér á skrifstofunni eða til starfsmanna á ruslasvæðinu til að liðka fyrir afgreiðslu kortanna.

Uppfærðar gjaldskrár

Á 52. sveitarstjórnarfundi sem haldinn var þann 9. desember var lokaumræða um fjárhagsáætlun og gjaldskrár 2021. Búið er að uppfæra gjaldskrárnar allar hér á síðunni og má finna þær hér.

Fundarboð 55. fundar sveitarstjórnar 3. febrúar 2021

Dagskrá

Mál til umfjöllunar og afgreiðslu:

1. Viðhorf íbúa Minni- Mástungu við Hrútmúlavirkjun

2. Samantekt vinnu við sorpútboð

3. Aðgerðaráætlun Sorpstöðvar Suðurlands - drög

4. Tillögur að leikskólagjöldum

Skipulagsauglýsingar 27. janúar 2021

Umhverfis -og tæknisvið uppsveita birti þann 27. janúar sl. tvær auglýsingar um skipulagsmál. Annarsvegar er það hefðbundin skipulagsauglýsing með skipulagsmálum í Ásahreppi, Bláskógarbyggð, Flóahreppi, Grímsnes-og Grafningshreppi og Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Þá auglýsingu má finna hér.

Heimasíða Seyruverkefnisins

Sveitarfélögin Ásahreppur, Bláskógabyggð, Flóahreppur, Grímsnes- og grafningshreppur, Hrunamannahreppur og Skeiða- og  Gnúpverjahreppur standa að seyruverkefninu. Verkefnið er samstarfsverkefni sveitarfélaganna, Landgræðslunnar og Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og reka sveitarfélögin móttökustöð fyrir seyru á Flúðum og annast hreinsun rotþróa í sveitarfélögunum.

Verkefnið felst í því að sveitarfélögin sjá um að hreinsun rotþróa, hverja rotþró þarf að hreinsa á þriggja ára fresti. Seyrunni er safnað af seyrubíl sem síðan sturtar henni í kalkara þar sem henni er blandað saman við kalk og stundum einnig grasfræ. Þegar seyran hefur verið kölkuð er henni dreift á sérstakt dreifingarsvæði þar sem hún er notuð í uppgræðslu.

Vinna við nýja göngu- og reiðbrú yfir Þjórsá miðar vel

Það er unnið að því að byggja veglega reið- og göngubrú yfir Þjórsá. Staðsetning er skammt frá Þjófafossi við Búrfellsskóg. Lokið hefur verið við uppsteypu brúarstólpanna.

Landsvirkjun kostar framkvæmdina sem móitvægisaðgerð. Verkefnið er unnið í góðu samstarfi við sveitarfélögin Skeiða- og Gnúpverjahrepp og Rangárþing ytra. Lögð er áhersla á að brúin og aðkoma að henni falli snyrtilega inn í landslagið. Allt bendir til að brúin verði tilbúin til notkunar í júní næstkomandi.

54. Sveitarstjórnarfundur 20. janúar 2021 kl. 16.00 í Árnesi

Dagskrá fundar

Mál til afgreiðslu og umfjöllunar

1. Kynning á Hrútmúlavirkjun

2. Leikholt -framkvæmdir vegna myglu

3. Fundargerð skólanefndar - leikskólamál

4. Samningur um leigu á húsnæði undir leikskóla

5. Tillögur að leikskólagjöldum

6. Fjárhagsáætlun viðauki 2021

7. Samningur um félagsheimilið árnes

Leikskólinn flytur starfsemina tímabundið að Blesastöðum

Skömmu fyrir jól greindist mygla í húsnæði leikskólans Leikholts. Í ljósi þeirra aðstæðna var það metið svo að ekki væri um annað að ræða en flytja starfsemina úr húsnæðinu. Nokkrir húsnæðiskostir hafa verið skoðaðir og metnir að undanförnu af því tilefni. Það var tekin ákvörðun um það síðastliðinn föstudag að flytja starfsemi leikskólans að Blesastöðum á Skeiðum í húsnæði sem áður hýsti dvalarheimili fyrir aldraða og hefur undanfarin ár hýst ferðaþjónustu. Núna um helgina hefur verið unnið af miklum krafti að flutningi á búnaði úr leikskólanum að Blesastöðum. Þar komu margar vinnufúsar hendur sjálfboðaliða að málum. Á Blesastöðum mun leikskólinn opna á allra næstu dögum.

Rétt sorphirðudagatal komið á vefinn

Nýtt sorphirðudagatal fyrir árið 2021 er komið hingað á heimasíðuna undir Þjónusta - Sorpmál (Hér

53. Sveitarstjórnarfundur 13. janúar 2021 í Árnesi kl.16.00

Boðað er til 53. fundar sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps í Árnesi 13. janúar 2021

Dagskrá

Mál til umfjöllunar og afgreiðslu:

1. Trúnaðarmál

2. Leikholt- ráðstafanir vegna myglu

3. Þjónusta í leikholti