Auglýst er eftir starfskrafti í eldhús og þrif í Leikholti

Leikskólinn Leikholt auglýsir eftir starfskrafti í eldhús/ræstingar. Um er að ræða 90% starf með vinnutímann 9:00-16:00, þar sem tekið er á móti matnum sem kemur í frá Árnesi, framreitt og gengið frá, einnig er húsið ræst. Laun samkvæmt kjarasamningum. Starfsmaður þarf að geta byrjað að vinna frá og með 20. september en möguleiki er að byrja að vinna fyrr.

Deiliskipulagsbreyting Mið-og Árhraunsvegur

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti á fundi sínum þann 10. ágúst 2021 að auglýsa breytingu á deiliskipulagi að Kílhrauni. Í breytingunni felst að heimilt verði að reisa geymslu, svefnhús eða gróðurhús allt að 70 m2 í stað 25 m2 samkvæmt núverandi skilmálum. 

67. fundur sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps

Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps í Árnesi  15. september 2021 klukkan 14:00.

Dagskrá

Mál til umræðu:

Opinn kynningarfundur um landslagsverndarsvæði í Þjórsárdal

Umhverfisstofnun boðar til opins kynningarfundar um gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir landslagsverndarsvæði í Þjórsárdal. Fundurinn fer fram mánudaginn 13. september frá kl. 16:00 - 18:00 í félagsheimilinu Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahrepp.

Tilkynning frá Afréttarmálafélagi Flóa og Skeiða varðandi Reykjaréttir

Kæru íbúar

Í ár líkt og í fyrra verða réttir með óhefðbundnu sniði vegna COVID-19. Í fjárrétttum í ár gildir 300 manna fjöldatakmarkanir og á það við um fullorðna og börn fædd 2015 og fyrr. Börn fædd 2016 og síðar eru undanskilin fjöldatakmörkunum.

Tilkynning frá Afréttarmálanefnd Gnúpverja varðandi Skaftholtsréttir

Kæru íbúar

Í ár líkt og í fyrra verða réttir með óhefðbundnu sniði vegna COVID-19. Í fjárrétttum í ár gildir 300 manna fjöldatakmarkanir og á það við um fullorðna og börn fædd 2015 og fyrr. Börn fædd 2016 og síðar eru undanskilin fjöldatakmörkunum.

Lokanir á starfsstöðvum og vegum vegna rétta

Búast má við umferðartöfum v. fjárrekstrar á Þjórsárdalsvegi frá hádegi og fram eftir degi fimmtudaginn 9. september, allt frá Búrfelli og niður í Fossnes.

Þjórsárdalsvegur verður lokaður á milli Bólstaðar og Sandlækjarholts frá kl. 16 - 18 föstudaginn 10. september vegna fjárrekstrar og búast má við umferðartöfum fyrir ofan og      neðan þetta svæði þann dag.

Deiliskipulag fyrir Stöng og Gjánna

Nýtt deiliskipulag fyrir Stöng og Gjánna í Þjórsárdal hefur tekið gildi. Skipulagssvæðið er í tvennu lagi, annars vegar Stöng og nágrenni og hins vegar Gjáin. Fyrirhugað er að stækka núverandi hús, sem byggt var yfir rústir Stangarbæjarins. Sunnan Rauðár hafa verið útbúin bílastæði, gerð göngubrú yfir Rauðá, áningarstaður norðan hennar og stígur fyrir hreyfihamlaða að Stangarbænum. Salernishús og geymsla verða byggð við bílastæðið.

Fjallskil á Gnúpverjaafrétti 2021

Lagt verður upp í sandleit miðvikudaginn 1. september og í eftirsafn miðvikudaginn 15. september. Fjalldrottning er Lilja Loftsdóttir í fjallsafni og foringi í eftirsafni Arnór Hans Þrándarson. Fjallskilasjóður sér fyrir mat og heyi í allar leitir. 

Skaftholtsréttir eru föstudaginn 10. september og verður safnið rekið inn kl.11.00 - Eftir að búið er að draga fyrsta innrekstur verður gert 30 mínútna kaffihlé og næsti rekstur rekinn inn eftir það.

Tímabundið leyfi til hreinsunar og niðurrifs asbests

Heilbrigðiseftirlit Suðurlands hefur gefið út tímabundið starfsleyfi til hreinsunar og niðurrifs asbests í íbúðarhúsi í Breiðanesi, Skeiða og Gnúpverjahrepp. Starfsleyfið gildir frá 20. september - 20. október 2021. Athugasemdir við starfsleyfið þurfa að berast fyrir 15. september 2021

Starfsleyfið sem nú er auglýst má finna hér