63. fundur Sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps
Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps
í Árnesi 9 júní, 2021 klukkan 14:00.
Dagskrá
1. Fjárhagsáætlun - viðauki
Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps
í Árnesi 9 júní, 2021 klukkan 14:00.
Dagskrá
1. Fjárhagsáætlun - viðauki
Hátíðardagskrá 17. júní verður að þessu sinni í Árnesi. Dagskráin hefst kl.12.30 með hinum hefðbundna koddaslag í Neslaug þar sem allir íbúar geta fengið að spreyta sig á drumbnum. Að loknum slag verður boðið uppá hátíðardagskrá í félagsheimilinu, fjallkonan verður á sínum stað, hátíðarræða og fleira skemmtilegt. Kaffiveitingar verða til sölu eftir hátíðardagskrána á sveitarfélagsafslætti. Vonumst til að sjá sem flesta!
Eins og undanfarin ár hvetur sveitarfélagið til hreinsunarátaks í byrjun sumars. Frá 1 júní og til 19. júní verður ekki tekið gjald fyrir afsetningu á flokkuðu sorpi á gámasvæðum sveitarfélagsins. Við hvetjum alla í Skeiða -og Gnúpverjahrepp til að taka til hendinni, ganga meðfram vegum eins og hver og einn treystir sér og hreinsa og fegra umhverfið.
63. fundi sveitarstjórnar Skeiða og Gnúpverjahrepps sem halda átti miðvikudaginn 2. júní hefur verið frestað um viku eða til miðvikudagsins 9. júní nk.
Um þessar mundir er unnið að uppfærslu búnaðar við ljósleiðara í Árnesi og Brautarholti. Sú uppfærsla gerir Vodafone kleift að bjóða notendum 1Gb ljósleiðaratengingar en núverandi búnaður býður aðeins upp á 100 MB tengingar.
Þjórsárskóli átti tvo nemendur í stóru upplestrarkeppninni; þá Eyþór Inga og Véstein og unnu þeir 1. og 3. sætið í kepnninni sem fram fór þriðjudaginn 25. maí sl. Þátttakendur í Stóru upplestrarkeppninni eru nemenda í Þjórsárskóla, Flúðaskóla, Flóaskóla og Bláskógaskóla í Reykholti og Laugarvatni. Tveir nemendur 7. bekkjar úr hverjum skóla tóku þátt í keppninni. Þar var Eyþór Ingi sem lenti í 1. Sæti og Vésteinn sem lenti í 3. sæti.
62. Sveitarstjórnarfundur
Fundarboð
Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjarhrepps
í Árnesi 19. maí 2021 kl. 16.00
Dagskrá
Fundargerðir til kynningar:
Mál til kynningar:
Fundir framundan
Stefnt er að útgáfu maí tölublaðs Gauksins föstudaginn 15. maí. Ef þið lumið á efni sem þarf að komast í blaðið má gjarnan koma því til þjónustufulltrúans fyrir fimmtudaginn 14. maí á netfangið hronn@skeidgnup.is
Ákveðið hefur verið að breyta tímasetningum á sundleikfimi eldri borgara. Tímarnir sem hingað til hafa verið á fimmtudögum hafa verið færðir yfir á mánudaga kl. 16.30 og verða áfram í Skeiðalaug. Fyrsti mánudagstíminn er í dag mánudaginn 10. maí og svo næstu tvo mánudaga eftir það (síðasti mánudaginn 31. maí)