SKIPULAGSAUGLÝSING 16. APRÍL 2020
Hreppsnefnd Ásahrepps samþykkti á fundi sínum 23.3.2020 að kynna lýsingu fyrir nýtt endurskoðað aðalskipulag Ásahrepps 2020-2032. Ásahreppur er vestasta sveitarfélagið í Rangárvallasýslu. Stærð skipulagssvæðis í byggð er um138 km2 og skipulagssvæði á Holtamannaafrétti er um 2800 km2. Sveitarfélagið er fremur láglent með lágum holtum. Afrétturinn er fremur flatlendur með ávölum bungum. Gróðursæld er á láglendi og má segja að þar sé nær algróið graslendi, mýrlendi og mólendi. Á afréttinum eru lítt gróin svæði sem bera merki uppblásturs og nálægðar við eldfjöll. Ekkert þéttbýli er skilgreint í Ásahreppi. Leiðarljós hreppsnefndar Ásahrepps í aðalskipulagsvinnunni er að skapa góð skilyrði fyrir mannlíf og atvinnulíf til framtíðar og gera búsetu eftirsóknarverða. Þetta verði m.a. útfært með skynsamlegri landnýtingu þar sem stuðlað er að sjálfbærri nýtingu vistkerfa og bindingu kolefnis. Orkuframleiðsla sé vistvæn og stuðlað að grænum samgöngum og útivistarmöguleikum.