Vinnuskólinn 2020 - Umsóknarfrestur til 15. maí n.k.

Ungmennum, með lögheimili í Skeiða- og Gnúpverjahreppi sem fædd eru 2005  og 2006 gefst kostur á að starfa í Vinnuskóla sveitarfélagsins í sumar. Vinnuskólinn hefst 8. júní og stendur í 8 vikur eða til og með 30. júlí 2020. Unnið verður fjóra daga í hverri viku, mán.- fim. kl. 08-14. Skylt er þó að taka frí eina viku á tímabilinu. Hámarksfjöldi vinnufólks í einu er átta. Ef fjöldi vinnufólks verður meiri, verður starfstíminn skipulagður með það í huga. Í ágúst gefst þeim kostur sem hafa áhuga, að vinna eftir þörfum og samkomulagi. Heitur matur er framreiddur í hádeginu en koma þarf með nesti í kaffitíma fyrir hádegi.

40. fundur sveitarstjórnar 6. maí 2020

40. sveitarstjórnarfundur

Fundarboð

Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps

í Teams fjarfundarbúanði  6 maí, 2020 klukkan 16:00.

Opnun skrifstofu sveitarfélagsins.

Eftir almenna lokun fyrir móttöku á skrifstofu Skeiða- og Gnúpverjahrepps frá 16. mars síðastliðnum er komið að því að opna.

Frá og með mánudeginum 4. maí verður skrifstofan  opin almenningi. Sami opnunartími gildir og var fyrir 16 mars.

Með bestu óskum um gleðilegt sumar framundan

Sveitarstjóri

Starfskraftur óskast í fullt starf.

Skeiða– og Gnúpverjahreppur óskar eftir að ráða starfskraft í fullt starf í júníbyrjun til ágústloka í sumar með möguleikum fyrir áframhaldi vinnu. Verkefnin yrðu verkstjórn við Vinnuskóla sveitarfélagsins í sumar fyrir ungmenni fædd árin 2005– og 2006 fjóra daga vikunnar (mán- fim) frá kl. 08 -14. frá 8. júní – 30. júlí. Einnig önnur tilfallandi verkefni á vegum sveitarfélagsins.
Viðkomandi þarf að hafa bílpróf og leggja fram sakavottorð, auk þess að vera góður í mannlegum samskiptum og hafa áhuga og dug til þess að sinna stjórnun og útivinnu með ungmennum. Áhugavert verkefni fyrir jákvæðan einstakling. Frekari upplýsingar hjá sveitarstjóra í síma 486-6100 - einnig hægt að senda umsókn á skeidgnup@skeidgnup.is Umsóknarfrestur til 4. maí n.k.

Hreinsun rotþróa í Skeiða og Gnúpverjahreppi 2020

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps lagði fram á 12. fundi sínum þann 01. febrúar 2011 samþykkt um fráveitur í sveitarfélgainu.  Í 19. grein þeirrar samþykktar er kveðið á um að tæming rotþróa í sveitarfélaginu fari fram á þriggja ára fresti og  innheimt sé gjald til að standa undir kostnaði.  Þriggja ára gjald á að standa undir einni tæmingu.  Sveitinni hefur verið skipt upp í þrjú svæði og verður eitt svæði tekið fyrir á ári sem hér segir:

Gleðifréttir af áburðarpokum!

Markaskrá 2020 - Markavörður Árnessýslu

Enn eiga þó nokkrir eftir að skila inn endurnýjun marka sinna eða láta vita ef þau eiga að falla niður.Allir eigendur skráðra eyrnamarka og frostmarka í síðustu markaskrá 2012 áttu að hafa fengið bréf frá mér seinnipartinn í mars og skila átti inn fyrir 20. apríl. Þið sem ég hef ekkert heyrt frá, vinsamlegast bregðist strax við. Ef einhver hefur ekki fengið bréfið þá hafðu samband. Mörk látinna einstaklinga og þeirra sem eiga skráða búsetu erlendis þegar blöðin voru prentuð eru skráð hjá markaverði og bið ég hlutaðeigandi að hafa samband með þau mörk.

Félagsheimilið Árnes 50 ára á sumardaginn fyrsta

Á Sumardaginn fyrsta 1970 var Félagsheimilið Árnes vígt og tekið formlega í notkun og er því 50 ára.Margt var um manninn fyrir fimmtíu árum af þessu tilefni og birtist umfjöllun um það í morgunblaðinu Lesa hér. Húsið varð til þess að blómaskeið menningar- og félagslífs Gnúpverjahrepps rann upp því húsið var hið glæsilegasta á alla lund. Leiksvið hússins var það næst stærsta á landinu með 7 metra lofthæð og fullkomnum búningsherbergjum. Leiksvið Þjóðleikhússins var einungis stærra, og kom Þjóðleikhúsið með sýningar og setti upp í Félagsheimilinu. Þar fóru t.d. á kostum Bessi Bjarnason, Gísli Halldórsson og margir fleiri. Félagsheimilið leysti af Ásaskóla sem samkomuhús sveitarinnar. Félagsheimilið Árnes heldur enn stöðu sinni sem samkomuhús, með 360 manns í sæti en þar eru nú einnig skrifstofur sveitarfélagsins, skólamötuneyti fyrir grunn og leikskólann, íþróttir grunnskólans eru kenndar í húsinu og Upplýsingamiðstöðin þjórsárstofa er þar og veitingasla hefur oft verið þar. Leikskýningar eru settar upp af Ungmennafélagi Gnúpverja sem hefur verið duglegt og gefandi í gegnum árin ásamt Kvenfélagi Gnúpverja sem gaf mikið til hússins, sérstaklega á árum áður. þá eru söngæfingar, fundir og alls kyns samkomur einnig haldnar í húsinu. Gleðilegt sumar og kærar þakkir fyrir veturinn sem hefur óneitanlega verið öðruvísi og því miður, mörgum erfiður.

Ritari óskast til Umhverfis- og tæknisviðs Uppsveita bs.

Laust er til umsóknar starf ritara Umhverfis- og tæknisviðs Uppsveita bs.  Um framtíðarstarf er að ræða í 100% starfshlutfalli.

Í samkomubanni

Flest gengur tiltölulega eðlilega fyrir sig hér í Skeiða- og Gnúpverjahreppi þessa dagana. En vissulega er flest öðruvísi en í normal ástandi. Starfsemi í grunnskóla og leikskóla hér hefur að mínu mati gengið virkilega vel. Það ber að þakka starfsfólki skólanna, kemur þar til gott skipulag og samstarf starfsfólk.