Grunnskólakennari óskast, í Þjórsárskóla

Laus eru til umsóknar staða grunnskólakennara í hlutastarf, í íþróttum (ekki sundi).í Þjórsarskóla  Kenndar eru 7 kennslustundir á viku í 1.-7. bekk, á miðvikudögum og fimmtudögum. Leitum að metnaðarfullum, sjálfstæðum og áhugasömum starfsmanni með þekkingu á skólastarfi og góð hæfni í mannlegum samskiptum er nauðsynleg. Umsóknarfrestur er til 16.06.2020. Upplýsingar gefur Bolette í síma 895-9660 eða sendið fyrirspurnir á bolette@thjorsarskoli.is

Nýjar rafhleðslustöðvar fyrir alla bíla í Brautarholti og Árnesi

Komnar eru í gagnið tvær nýjar rafhleðslustöðvar við Félgasheimilin Árnes og Brautaholt  í Skeiða og Gnúpverjahreppi.  Þetta eru  tvær 22kw stöðvar sem ætlaðar eru fyrir allar gerðir rafbíla ( m.a. teslur). Fyrst um sinn eru þær gjaldfrjálsar þar sem þetta er liður í aðgerðum stjórnvalda og sveitarfélagsins  í loftslagsmálum og uppbyggingu innviða vegna orkuskipta í samgöngum. Íbúar og aðrir gjörið svo vel og nýtið ykkur þetta.  Það tekur um 3 klst að fullhlaða bifreiðna á meðf. mynd. 

Sumarstarf fyrir námsmann 2020

Við leitum að áhugasömum námsmanni 18 ára eða eldri í sumarstarf í Uppsveitum Árnessýslu,
til að vinna að verkefnum tengdum heilsueflandi samfélagi og ferðaþjónustu.

Viðkomandi þarf að hafa áhuga á útivist, vera félagslyndur, sjálfstæður og lipur í samskiptum. 
Hafa færni í stafrænni miðlun og notkun samfélagsmiðla, þekking á svæðinu er kostur.
Í starfinu felst skemmtileg verkefnavinna, miðlun og kynning.
Sérstaklega áhugavert fyrir námsmenn í lýðheilsu-, íþrótta-  frístunda-,  ferðamála-, markaðsfræðum, menningarmiðlun eða öðrum skyldum greinum.

41. sveitarstjórnarfundur haldinn í Árnesi 27. maí kl. 16:00

              Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps í Árnesi miðvikudaginn 27.maí  2020  kl. 16:00.

Dagskrá:

             Mál til umfjöllunar og afgreiðslu :

Mál til kynningar :

Kristófer A Tómasson sveitarstjóri

Sumarstarf fyrir námsmann

Umhverfis- og tæknisvið Uppsveita bs. leitar eftir áhugasömum námsmanni, 18 ára og eldri, í verkefni við skönnun og skráningu á gögnum fyrir skipulags- og byggingarsvið. Starfið er hluti af atvinnuátaki sveitarfélaganna í samvinnu við Vinnumálastofnun, ætlað námsmönnum sem eru 18 ára og eldri sem eru á milli anna í námi, þ.e. er að koma úr námi og er skráður í nám að hausti.

Heilsueflandi samfélag í Skeiða- og Gnúpverjahreppi

Hlekkur á þarfagreiningu: https://bit.ly/2Wa3XXa Takk fyrir að taka þátt í að skapa okkar heilsueflandi samfélag

Ný svæði fyrir greinar og garðaúrgang

Nú hefur Skaftholt hætt móttöku á garðaúrgangi og tjágreinum. Nýir staðir eru fundnir fyrir trjágreinar og við ítrekum að þar má eingöngu setja  trjágreinar!  Annars vegar er það  til hliðar við gámasvæðið í Árnesi (við Tvísteinabraut)  og  hins vegar í landi Húsatófta á Skeiðum nokkru ofar en Hestakráin ( sömu megin vegar)  og er vel aðgengilegt af þjóðvegi nr. 30.  Opið er á báðum svæðum,  allan daginn, alla daga.
Nýir staðir fyrir garðaúrganginn  verða  á báðum gámasæðunum og getur fólk komið með garðaúrgang, þ.e illgresi og annað,  þangað á opnunartímum gámasvæðanna.

Fréttabréf apríl komið út

Fréttabréf Skeiða- og Gnúpverjahrepps, maí 2020 er komið út  LESA HÉR  Ýmislegt að frétta. Minnum t.d.  á auglýsingu um Vinnuskóla sveitarfélagsins þar sem umsóknarfrestur rennur út  þann 15. maí. 

Nýtt Aðalskipulag Skeiða- og Gnúpverjahrepps staðfest

Nýtt Aðalskipulag Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2017-2029  var staðfest af Skipulagsstofnun þann 4. maí 2020, Aðalskipulag Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2017-2029, var samþykkt í sveitarstjórn 8. janúar 2020.
Við gildistöku aðalskipulagsins fellur úr gildi Aðalskipulag Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2004-2016  ásamt síðari breytingum.

Sóknarfæri ferðaþjónustunnar nýr samkeppnissjóður