Næsti sveitarstjórnarfundur verður haldinn 1. apríl n.k

Samkvæmt venju hefði sveitarstjórnarfundur átt að vera haldinn  þann  18. mars. Í ljósi aðstæðna er fundinum frestað til 1. apríl n.k. og erindi fyrir hann þurfa að berast í síðasta lagi þann 27. mars. 

Með bestu kveðju.

Sveitarstjóri.

Hertar aðgerðir vegna COVID-19 veirunnar

Heilbrigðisráðherra mun birta í Stjórnartíðindum nýja auglýsingu um takmörkun á samkomum í stað þeirrar eldri sem fellur þar með úr gildi. Gildistími verður óbreyttur, þ.e. til 12. apríl næstkomandi. Takmörkunin tekur til landsins alls. Stjórnvöld endurmeta takmörkunina eftir því sem efni standa til, hvort heldur til að aflétta henni fyrr, eða framlengja gildistímann.

Velferðarþjónusta Árnesþings – afgreiðsla meðan á samkomubann stendur

Almennt gildir að áhersla er lögð á samskipti í gegnum síma. Ekki er hægt að koma í viðtal á skrifstofum meðan þetta ástand varir.

Uppsveitir s. 480-1180

Barnavernd-  Tilkynningum um barnavernd skal beina á netfangið barnavernd@arnesthing.is eða í síma 480-1180. Utan hefðbundins dagvinnutíma er hringt í síma 112 ef tilkynning er þess eðlis að bregðast þurfi við henni tafarlaust.

Lilja Loftsdóttir markavörður Árnessýslu

Stjórn Héraðsnefndar Árnesinga hefur samþykkt að skipa Lilju Loftsdóttur á Brúnum í Skeiða- og Gnúpverjahreppi í stöðu Markavarðar Árnessýslu.

Hjónaballi frestað um óákveðinn tíma.

Hjónaballsnefndin hefur ávkveðið að fresta fyrirhguðu hjonaballa um óákveðinn tíma vegna Covid 19 veirunnuar. En til stóð að ballið yrði þann 28 mars nk. 

Stefnt er ákveðið að því að hjónaballið verði haldið eins fljótt og aðstæður leyfa. 

Þeir sem þegar hafa greitt miðana  munu fá endurgreitt

Nánar verður tilkynnt þegar ákvörðun um nýja tímasetningu liggur fyrir

AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL

Bláskógabyggð, Grímsnes-og Grafningshreppi, Hrunamannahreppi, Skeiða-og Gnúpverjahreppi, Flóahreppi og Ásahreppi

Aðalskipulagsmál.

Samkvæmt  2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt tillaga að eftirfarandi aðalskipulagsbreytingu:

Ráðgjöf vegna COVID-19 og mannamóta

Tilfellum nýju kórónaveirunnar hefur fjölgað hratt undanfarna daga og vikur. Um þessar mundir geisar alvarlegur faraldur veirunnar á Ítalíu og líkur er á að hún muni halda áfram útbreiðslu sinni í álfunni næstu vikur og mánuði. Nú þegar hafa tugir tilfella komið upp hér á landi og hundruð eru í sóttkví eftir að hafa orðið útsett fyrir smiti.
Ekki er samkomubann í gildi á Íslandi en ekki er útilokað að gripið verði til slíkra aðgerða meðan unnið er að því að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar hér á landi. Því er eðlilegt að skipuleggjendur fjölmennra viðburða séu uggandi yfir stöðunni. Meðan faraldur geisar þarf ávallt að meta hvort rétt sé að halda viðburð eða hvort betra sé að fresta tilteknum viðburði þar til faraldur er genginn yfir.
Fyrir skipuleggjendur
Meðan ekkert samkomubann er í gildi er mikilvægt fyrir skipuleggjendur að gæta vel að smitvörnum á viðburðum. Nauðsynlegt er að gestir hafi greiðan aðgang að heitu vatni og sápu, handspritti og einnota þurrkum.
Einnig er brýnt að skipuleggjendur taki mið af þeim hópi sem mun sækja viðburðinn. Vitað er að eldri borgarar og þeir sem glíma við undirliggjandi sjúkdóma (t.d. sykursýki, hjarta- og æðasjúkdóma, langvinna lungnateppu, langvinna nýrnabilun og krabbamein) eru í mestri hættu með að fá alvarleg einkenni COVID-19.
Skipuleggjendur verða jafnframt að brýna fyrir þátttakendum að þeir sem eiga að vera í sóttkví eftir að hafa orðið útsettir fyrir smit eiga ekki að mæta á viðburðinn.
Þar sem ekki hefur verið sett á samkomubann þá er það á ábyrgð skipuleggjenda viðburða að taka upplýsta ákvörðun um framhaldið. Ef grunur leikur á að ekki verði hægt að tryggja öryggi einstaklinga sem eru í áhættuhópi eða að erfitt verði að tryggja gott aðgengi að hreinlætisaðstöðu, handspritti o.þ.h. er ráðlagt að taka til skoðunar hvort halda skuli viðburðinn.
Fyrir þátttakendur
Áður en ákveðið er að halda viðburð þarf hver og einn að meta stöðu sína vel. Almennt eigum við ekki að vera í mikilli nálægð við aðra þegar við finnum fyrir flensulíkum einkennum. Sérstaklega er þetta mikilvægt fyrir þá sem annað hvort hafa verið á skilgreindum hættusvæðum eða verið í tengslum við einstaklinga með staðfest eða grunað smit. Þessir aðilar ættu að forðast samneyti við aðra einstaklinga og vera í sóttkví.
Á fjölmennum viðburði er einkar mikilvægt að huga vel að persónulegu hreinlæti; þvo hendur reglulega, nota handspritt þegar þörf krefur og hnerra eða hósta í einnnota þurrku eða í olnbogabótina.

Þetta þarftu að vita um Kórónaveiruna

Landlæknisembættis hefur gefið út upplýsingar um COVID-19, kórónaveiruna sem nú herjar á marga í Asíu og veiran hefur breiðst út til margra annarra landa. Landlæknir leggur mjög mikla áherslu á handþvott með sápu, veiran þolir illa fituleysanleg efni og þar kemur sápan sterk inn.

Verkfalli aflýst

Blessunarlega hafa samningar tekist milli hlutaðeigandi aðila. Blessunarlega kemur því ekki til verkfalls og við höldum öll okkar striki í okkar daglegu störfum

Sveitarstjóri 

Ef til verkfalls kemur

Ef ekki nást samningar, hefjast verkföll hjá starfsfólki innan Félags opinberra starfsmanna, FOSS, á morgun. Þeir dagar sem boðað verkfall nær ydir eru 9. og 10. mars, 17. og 18. mars, 24. og 26. mars og 31. mars og 1. apríl. Ef ekki verður búið að semja fyrir 15 apríl hefst ótímabundið verkfall