Síðasti skiladagur efnis í Fréttabréf Skeið/Gnúp er 11. janúar

Nú styttist í útgáfu janúarblaðsins og vil ég minna á að síðasti dagur til að skila inn efni í blaðið er föstudagurinn 11. janúar nk. 

 

Sem fyrr fögnum við greinum, tilkynningum, auglýsingum og öðru spennandi efni sem á heima í okkar samfélagi. 

12. sveitarstjórnarfundur 9. janúar 2019 í Árnesi kl. 09:00

                 Boðað er til 12. fundar í sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps í Árnesi miðvikudaginn  9. jan. 2019 kl.09:00. 

                 Mál til umfjöllunar og afgreiðslu:

Fundargerðir

Samningar og fleira

                  Mál til kynningar.

Móttökuritari óskast til starfa hjá Umhverfis- og tæknisviði


Laus er til umsóknar staða móttökuritara hjá Umhverfs- og tæknisvið Uppsveita. Umhverfs- og tæknisvið Uppsveita hefur
meðal annars það hlutverk að annast lögbundin verkefni skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa fyrir aðildarsveitarfélög
byggðasamlagsins. Aðsetur móttökuritara er að Dalbraut 12 á Laugarvatni. Byggðasamlagið þjónar sveitarfélögunum
Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshreppi, Hrunamannahreppi, Skeiða- og Gnúpverjahreppi, Flóahreppi og Ásahreppi.

Sorphirðudagatal 2019

Sorphirðudagatal 2019  LESA HÉR  Losunardagatal Íslenska gámafélagsins  er komið hér. "Gráir og grænir" dagar verða svona árið 2019  en verið er að reyna að fá inn breytingu á "bláu" dögunum.

Frestun á útgáfu Fréttabréfsins

Útgáfu Fréttabréfs Skeiða og Gnúverjahrepps mun verða haldið áfram en þó verða ef til vill aðeins hnökrar  á útgáfunni nú  í janúar og gæti henni því seinkað - og sennilega kemur ekki út blað fyrr en í febrúar þar sem ekki er búið að ganga frá samningum við nýjan aðila sem mun taka að sér útgáfuna.

Opnunartími skrifstofu yfir jól og áramót.

Skrifstofa sveitarfélagsins er opin föstudaginn 28. des.  eins og venjulega frá 09:00 12:00.  Opnað svo á nýju ári 2. janúar með venjubundnum hætti  frá kl. 09:00 - 12:00 og 13:00 15:00. Starfsfólk óskar sveitungum og öðrum, nær og fjær  gleðiríks nýs árs með kæru þakklæti fyrir samskiptin á árinu 2018.

Fréttabréf desember komið út.

Fréttabréf desember er komið út lesa hér Ýmislegt þar að venju, molar úr fundargerðum, auglýsingar og fréttir úr skólunum og fleira.

Skeiða- og Gnúpverjahreppur valinn í tilraunaverkefni Íbúðalánsjóðs

Skeiða- og Gnúpverjahreppur er í hópi sjö sveitarfélaga sem valin hafa verið sem tilraunasveitarfélög í húsnæðismálum.

https://www.ils.is/um-okkur/frettir/frett/2018/12/13/Felagsmalaradherra-kynnir-sjo-tilraunasveitarfelog-i-husnaedismalum/

Persónuverndaryfirlýsing Skeiða- og Gnúpverjahrepps

            1.   Almennt  
Sveitarfélagið Skeiða- og Gnúpverjahreppur, kt. 540602-4410, Árnesi, 801 Selfossi,er annt um friðhelgi einstaklinga og tekur persónuvernd mjög alvarlega.

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun  fyrir árið 2019 og 2020- 2022 í Skeiða- og Gnúpverjahreppi samþykkt.

Á fundi sveitarstjórnar miðvikudag 5. desember sl. var fjárhagsáætlun ársins 2019 lögð fram til síðari umærðu og samþykkt. Samhliða var fjárhagsáætlun 2020-2020 í grófum aðalatriðum lögð fram og samþykkt.

Gjaldskrár og álagningahlutföll ásamt framkvæmdaáætlun komandi árs voru einnig lögð fram og samþykkt.