Reglur sem gilda í friðlandinu Þjórsárverum

Reglur sem gilda í friðlandinu Þjórsárverum  https://ust.is/library/Skrar/Einstaklingar/Fridlyst-svaedi/Auglysingar/thorsarver_507_1987.pdf  Umhverfisstofnun telur mikilvægt að gestir friðlandsins þekki umgengnisreglur sem þar gilda þar sem um viðkvæmt lífríkissvæði er  ð ræða. Stofnunin leggur áherslu á að fylgt sé reglum sem gilda á svæðinu og óskar hér með eftir að Skeiða og Gnúpverjahrepp komi meðfylgjandi reglugerð áleiðis til hestamanna sem eru í skipulögðum hestaferðum um friðlandið. Í 12. gr. auglýsingar um friðlandið segir m.a. um ferðir á hestum: „Ríðandi mönnum er heimil för um svæðið á hefðbundnum leiðum og afmörkuðum áningastöðum, sbr. kort í viðauka III. Hrossabeit er bönnuð nema í viðurkenndum áningahólfum.“

25. fundur sveitarstjórnar miðvikudag 7. ágúst.

Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps

í Árnesi  7 ágúst, 2019 klukkan 09:00.

Dagskrá

Mál til umfjöllunar og afgreiðslu:

1. Brú yfir þjórsá ofan við þjófafoss

Uppbygging íbúðarhúsnæðis í sveitarfélaginu

Það er sannarlega líflegt um þessar mundir hvað varðar uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Senn verða tilbúnar þrjár glæsilegar íbúðir að Bugðugerði 3 í Árneshverfi. Það eru Selásbyggingar ehf sem annast þá framkvæmd. Í sömu götu nr 9. hefur Byggingafélagið Þrándarholt sf tekið grunn að þriggja íbúða raðhúsi sem mun rísa á næstunni. Við Holtabraut 18-20 í Brautarholtshverfi er Tré og straumur ehf að reisa parhús og eru áform um að byggja annað parhús við sömu götu innan skamms.  Að sögn þeirra sem að byggingunum standa, er verulegur áhugi fyrir kaupum á íbúðunum sem eru að rísa. Fyrir utan þær framkvæmdir sem hér er getið, eru fleiri byggingahugmyndir á teikniborðum byggingaverktaka og hefur nokkrum lóðum til viðbótar verið úthlutað í hverfunum. 

Áform um friðlýsingu í Þjórsárdal

Svæði í Þjórsárdal 

Umhverfisstofnun ásamt Skeiða- og Gnþúpverjahreppi kynna hér með áform um friðslýsingu svæðis í Þjórsárdal. Svæðið nær meðal annars til Gjárinnar, Háafoss og nágrennis í samræmi við lög nr 60/2013 um náttúruvernd. 

Sumarleyfi starfsfólks á skrifstofu sveitarfélagsins 8.-29. júlí

Skrifstofa- Skeiða og Gnúpverjahrepps er lokuð vegna sumarleyfa frá og með 8. júlí og opnað verður aftur 29. júlí n.k. Ef erindi eru brýn er ráðlagt að senda póst á netfangið skeidgnup@skeidgnup.is  auk þess er bent á Skafta Bjarnason oddvita í síma 895-8432 oddviti@skeidgnup.is 

Opnun gámasvæða - breyting þessa viku.

Vakin er athygli á að gámasvæðið í Brautarholti verður lokað nk miðvikudag 10 júlí, vegna lagfæringa á svæðinu. Þess í stað verður opið kl 14-16 bæði þriðjudag og miðvikudag á gámasvæðinu við Árnes.

Opnun verður með hefðbundnum hætti á báðum svæðum nk. laugardag.

Bjarni Jónsson umsjónarmaður sími 892-1250

Fundarboð 24. fundar sveitarstjórnar 3. júlí 2019

24. Fundur Sveitarstjórnar

Fundarboð

Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps

í Árnesi  3 júlí, 2019 klukkan 09:00.

Dagskrá

1. Fjárhagsmál - sjóðsstreymi viðauki við fjárhagsáætlun

Vel sóttur fundur um Vegamál

Þær voru líflegar umræðurnar um vegamál á opnum íbúafundi í Árnesi. Þar mætti ráðherra samgöngumála, þingmenn, umdæmisstjóri vegagerðar, logreglustjórinn, formaður samgöngunefndar SASS, ásamt góðum fjölda íbúa og annarra.

Fundargestir tóku margir til máls og létu í ljós skoðanir sínar umbúðaláust. Fummælendur fluttu mikinn fróðleik og svöruðu fyrirspurnum. 

Fundarboð 23. fundar sveitarstjórnar 19. júní 2019

23. Fundur Sveitarstjórnar

Fundarboð

Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps

í Árnesi  19 júní, 2019 klukkan 09:00.

Dagskrá

Mál til afgreiðslu og umfjöllunar

Sveitahátíðin ,,Upp í sveit" 14 - 17 júní

Sveitahátíðin ,, Upp í sveit " verður haldin 14- 17 júní næstkomandi. Þetta er hátíð íbúa í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, ættingja þeirra sem og burtfluttra. Í boði verður ýmis konar afþreyging og leikir.

Við vonumst eftir góðri þátttöku íbúa og annarra.