Fréttir

Rafmagnsbilun er í gangi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi

Rafmagnsbilun er í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.  Rafmagnslaust verður frá Ásaskóla að Laxárdal og Hlíð frá kl 14:30 til kl 15:00 á meðan viðgerð stendur. Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Suðurlandi í síma 528 9890 og kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof

Starfskraf vantar í 65% starf í Þjórsárskóla í eins árs afleysingu

Starfskraft  vantar í Þjórsárskóla í 65 % hlutastarf í afleysingu til eins árs. Starfið felst í stuðningsaðild við barn annars vegar  og við gæslu, hins vegar. Umsóknarfrestur er til 7. september og viðkomandi þarf að geta hafið störf 27. september n.k.

Upplýsingar gefur skólastjóri, Bolette, í síma 486-6051  eða með netfangi  bolette @thjorsarskoli.is

Frá Afréttarmálafélagi Gnúpv. Fjallferð 2020

Sandleit

Guðmundur Árnason Fjallkóngur, Þjórsárholt

Ari Björn Thorarensen Eystra Geldingarholt

Ingvar Þrándarson, Þrándarholt

Jóhanna Höeg Sigurðardóttir Hæll 1

Ágúst Guðmundsson Trúss

Norðurleit

Sigurður Loftsson Steinsholt

Hrafnhildur Jóhanna Björg Sigurðardóttir Háholt

Jón Bragi Bergmann Háholt

Afgreiðslutími á skrifstofu embættisins að Dalbraut 12 á Laugarvatni er frá kl. 9.00 til 12.00 alla virka daga.

Síma- og viðtalstímar skipulagsfulltrúa, byggingarfulltrúa og aðstoðarmanna þeirra er milli klukkan 9.00 og 12.00 á mánudögum, þriðjudögum, fimmtudögum og föstudögum. Mælst er til þess að fundir séu bókaðir fyrirfram með því að hringja á símatíma í síma 480-5550.

Miðvikudagar verða líkt og áður fráteknir fyrir fundi skipulagsnefndar og afgreiðslufundi byggingarfulltrúa og viðtals- og símatími því ekki á þessum dögum.

45. sveitarstjórnarfundur 19. 08. 2020 í Árnesi kl.16:00

Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps
í Árnesi 19. ágúst, 2020 klukkan 16:00.

Dagskrá

Fróðleikur og leiðbeiningar um náttúruvá og almannavarnir

Eins og skýrt hefur verið frá á samfélagsmiðlum eru einhver umbrot í Grímsvötnum. Meðfylgjandi eru linkar á síður  þar sem fróðleik og upplýsingar er að finna um ýmsa þætti náttúruvár sem hugsanlega gæti orðið í framhaldi af þessum umbrotum. Einnig eru upplýsingar um Covit-19 sem fólk þarf að hafa í huga við allar aðstæður sem upp geta komið.

Nýr starfsmaður á skrifstofu - fulltrúi

Hrönn Jónsdóttir, í  Háholti,  hefur verið ráðin í starf fulltrúa á skrifstofu Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Hrönn er með BSc próf í ferðamálafræði frá Háskóla Íslands og hefur stundað nám í búvísindum við Landbúnaðarháskólann. Hún er fagmenntaður leiðsögumaður. Hrönn hefur fjölbreytta reynslu af skrifstofustörfum, leiðbeinandastörfum og ýmsum félagsstörfum.

Neslaug verður að hafa lokað frá 14-18 í dag en opið frá 18 -22

 Í dag  12. ágúst, er sérstakur dagur í Neslaug því vegna óviðráðanlegra  orsaka getum við ekki opnað fyrr en kl.18:00   en við höfum opið til kl.22:00 að sjálfsögðu. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem  af þessu gætu hlotist. En sem sagt þá verður einungis opið frá kl. 18: 22:00 í báðum laugum sveitarfélagsins í dag. Dagurin á morgun verður vonandi miklu betri.

44. fundur Sveitarstjórnar boðaður 12. ágúst í Árnesi kl. 16:00

Boðað er til 44. fundar í sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps í Árnesi  12. ágúst, 2020 klukkan 16:00.

Dagskrá

1. 197. fundargerð Skipulagnsnefndar UTU

Gámasvæðin verða lokuð 1. ágúst vegna sumarleyfa

Gámasvæðin í Árnesi og Brautarholti verða lokuð laugardaginn 1. ágúst vegna sumarleyfa. Næsta opnun er eftir helgina eins og  venjulega, þriðjudag  í Árnesi og miðvikudag í Brautarholti  kl. 14 - 16. Alltaf er þó hægt að skutla litlum pokum af almennu sorpi í gám á svæðunum, utan opnunartíma. Þá er líka hægt að setja í fata og dýragáma utan opnunartíma.