Aðvörun! Lokun Þjórsárdalsvegar nr. 32 föstudag kl.16-18

Fjárréttir í Skeiða- og Gnúpverjahreppi 2017 Skaftholtsréttir, föstudaginn 15. september. Fé rekið inn kl. 11:00. Reykjaréttir, laugardaginn 16. september. Fé rekið inn kl. 09:00. Ökumenn eru beðnir að sýna þolinmæði því óhjákvæmilegar tafir vegna fjárrekstra verða á vegi 32 - Þjórsárdalsvegi.

Föstudag 15. sept. verða tafir á Þjórsárdalsvegi nr. 32  vegna fjárrekstra. - Fossnes—Skaftholtsréttir kl. 07:30 til kl. 13:00 (hjáleið þó  fær um Löngudælaholt og Hamarsheiði)  "gamla veginn." 

Fréttabréf september komið út

Fréttabréf september  með aukablaði er komið út LESA HÉR . Það er stútfullt af lesefni. Staða undirbúnings  og framkvæmda Hvammsvirkjunar, bls.6,  grein um könnun og flokkun úrgangs bls.3. Leikfimi fyrir komur,  bl.5 og 22, heita vatnið í Áshildarmýri, staða framkvæmda  Búrfellsvirkjunar að hausti, frá Hrunaprestakalli, menn og málefni og margt fleira. Einnig fundargerðir sveitarstjórnar og stundartafla í íþróttahúsi og gjaldskrá íþróttaæfinga  Ungmennafélags Hrunamanna,  ásamt auglýsingum um réttir og tafir á umferð í sambandi við þær.

Sveitarstjórnarfundur nr. 46. 6 september 2017

Fundarboð Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps í Árnesi miðvikudginn 6 september 2017 kl. 14:00. Dagskrá: Mál til umfjöllunar og afgreiðslu : 1. Kosning fulltrúa á aðalfund SASS 19 - 20 október nk. 2. Svæðisskráning fornleifa í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. 3. Fráveitur. Tilmæli til stjórnvalda varðandi virðisaukaskatt. 4. Snjómokstur. Samningar að renna út. Umræða um framhald. 5. Veiðiréttur í Fossá. Umræður- ákvörðun um útboð. 6. Samingur við Eyþór Brynjólfsson um rekstur Neslaugar. 7. Erindi frá Félagi sauðfjárbænda í Árnessýslu. 8. Fundargerð 139. Fundar Skipulagsnefndar. Mál nr. 17, þarfnast umfjöllunar. Samningar – umsagnir - beiðnir 9. Samingur um refaveiðar. Þarfnast staðfestingar. 10. Miðhús – leigusamningur. Þarfnast staðfestingar. 11. Knarrarholt ósk um leyfi til gistingar. 12. Heilaheill Beiðni um stuðning. 13. Önnur mál löglega framborin. Mál til kynningar : A. Fundargerð 522. Fundar stjórnar SASS. B. Ársreikningur Túns vottunarstofu. C. Afgreiðsla byggingarfulltrúa. 9. Ágúst 17. D. Afgreiðsla byggingarfulltrúa. 23. Ágúst 17. E. Fundargerð vinnufundar um aðalskipulag 17 ágúst 17. F. Reykholt Þjórsárdal. Deiliskipulagskynning. G. Fundur vinnuhóps um sameiningarmál 23.08.17. H. Byggðasamlög í Árnessýslu yfirlit. I. Sveitarstjórnarráðstefna. J. Sjóður innheimtukerfi. Kristófer A. Tómasson, sveitarstjóri.

Aðalskipulag Skeiða- og Gnúpverjahrepps

Vinna við aðalskipulag sveitarfélagsins stendur nú yfir og  hefur verið kynnt á í búafundi.  Hægt er að nálgast nýjustu gögnin  til skoðunar HÉR  Sveitarstjórn hvetur fólk til þess að koma með uppástungur og hugmyndir um þessa vinnu. 

AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL

Bláskógabyggð, Grímsnes-og Grafningshreppi, Hrunamannahreppi, Skeiða-og Gnúpverjahreppi, Flóahreppi og Ásahreppi.  Aðalskipulagsmál.  Samkvæmt 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt tillaga að eftirfarandi aðalskipulagsbreytingu áður en hún verður lögð fram til afgreiðslu í sveitarstjórn: 

Hreinsun rotþróa í sveitarfélaginu 2017- 2019

Þau mistök urðu við útgáfu bæklings sem Tæknisvið Uppsveita gaf út að þar er tilgreint að tæma ætti allar rotþrær í Skeiða-og Gnúpverjahreppi  árið 2017.  Það er því miður ekki rétt og hér er skipulag þessara mála til tveggja ára. En rotþrær eru tæmdar á þriggja ára fresti og beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Árið 2017 verða rotþrær hreinsaðar frá Skarðsbæjum og endað á Austurhlíð, Steinsholtsbæjum og Skaftholti.-  Árið 2018 eru það allar þrær á Skeiðum, Sandlækjarbæjum og endað á Gunnbjarnarholti. Árið 2019 hefst hreinsun við Ásaskóla, Ása, Stóra-Núp og Minna– Núp og endar á Sultartangavirkjun og svo árið 2020  hefst aftur hreinsun á þeim bæjum sem hreinsaðir eru þetta ár ( 2017) o.sfrv.

Íbúafundur um enduskoðun á aðalskipulagi

Íbúafundur verður haldinn í Félagsheimilinu Árnesi þriðjudaginn 29.ágúst 2017 kl. 20:00 þar sem kynnt verður vinna vegna endurskoðunar á aðalskipulagi Skeiða-og Gnúpverjahrepps. Húsið opnar hins vegar kl. 19:00 fyrir áhugasama til kynna sér gögn og ræða við skipulagsráðgjafa. Fulltrúar Rauðakambs ehf munu kynna á fundinum hugmyndir sínar um skipulag við Þjórsárdalslaug.

45 sveitarstjórnarfundur 23. ágúst kl. 14:00 í Árnesi

            Boðað er til fundar í sveitarstjórn

            Skeiða-og Gnúpverjahrepps í Árnesi 23. ágúst 2017     kl. 14:00.   Mál til umfjöllunar og afgreiðslu :                                                                                                                                                                                 

Fréttabréf ágúst komið út

Fréttabréf ágústmánaðar  er komið  út  LESA  HÉR.  Fundargerðir sveitarstjórnar eru komnar aftur og munu verða áfram birtar í Fréttabréfinu. Ýmislegt annað skemmtilegt efni  og auglýsingar og tilkynningar eru í Fréttabréfinu okkar núna.

Fjallskil á Gnúpverjaafrétti!

Þeir sem ætla að sækja um leit á Gnúpverjaafrétti í haust hafi samband við Lilju í síma 847-8162  fyrir 20. ágúst n.k. Afréttarmálanefnd.