Grunnskólakennara í Þjórsárskóla vantar
Laus er staða umsjónarkennara í 3.- 4. bekk í Þjórsárskóla. Kennt er í litlum hópum yngri sér ( 1.-4.) og eldri sér ( 5.-7.). Við leggjum upp úr sjálfbærni, að nýta það efni sem við fáum í Þjórsárdalsskógi og einnig að gefa gömlum hlutum nýtt líf. Aðal kennslugreinar fyrir utan umsjónarkennslu eru stærðfræði og náttúru/samfélagsfærði 1-4 bekk, reynsla er æskileg. Gerð er krafa um grunnskólakennaramenntun og lipurð í mannlegum samskiptum. Reynsla á yngsta og miðstigi æskileg. 100 % staða frá 1 ágúst nk.