Skólastjóri Tónlistarskóla Árnesinga - Síðasti umsóknardagur

Auglýst er eftir öflugum stjórnanda til að leiða faglegt tónlistarstarf og halda þétt utan um rekstur eins stærsta
og umsvifamesta tónlistarskóla landsins. Ráðið er í stöðuna til fimm ára og usóknarfrestur rennur út í kvöld kl. 24:00

Starfs- og ábyrgðarsvið

AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL

Bláskógabyggð, Grímsnes-og Grafningshreppi, Hrunamannahreppi, Skeiða-og Gnúpverjahreppi, Flóahreppi og Ásahreppi

Aðalskipulagsmál

Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt lýsing fyrir eftirfarandi aðalskipulagsbreytingu:

1. Breyting á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2004-2016. Reykholt í Þjórsárdal

Skrifstofan lokuð vegna fjármálaráðstefnu

Skrifstofa sveitarfélagsins er lokuð dagana 5. og 6. október þar sem starfsmenn sitja fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna í Reykjavík. Ef erindi eru brýn má senda póst á kristofer@skeidgnup.is eða hringja í síma 861-7150. Sími hjá Ara Einarssyni í  Áhaldahúsinu er 893-4426.

Sveitarstjórnarfundur nr. 48 þann 04. okt. kl.14:00

Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps í Árnesi miðvikdaginn 04. október 2017  kl. 11:00. 

 Mál til umfjöllunar og afgreiðslu :

1.     Aðalskipulagsdrög 2017-2020- umfjöllun um tiltekið efni.

2.     Erindi frá veiðfélagi Stóru-Laxár. Varðar fiskirækt.

Lokað fyrir heita vatnið í um 1 - 2 klst í Brautarholti

Loka verður fyrir heita vatnið  í neðri hluta Brautarholtshverfisins frá kl. 10:00 nú í dag og fram undir hádegið  vegna framkvæmda á svæðinu. Beðist er velvirðingar á þessum óþægindum.

Leikskólakennara vantar í Leikholt

Leikskólinn Leikholt óskar eftir að ráða leikskólakennara í 77,5% stöðu með möguleika á breyttu starfshlutfalli. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf  sem fyrst. Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem er tilbúinn til að taka þátt og leiða áfram gott faglegt starf í skólanum. Staðan er afleysingarstaða ásamt föstum tímum inn á yngri deildinni (1 árs til 2ja ára).

Laus hross á Þjórsárdalsvegi, þjóðvegi nr. 32, við Kálfárbrú

Laus hross á eru á þjóðvegi nr 32 Þjórsárdalsvegi, litlu neðar en Árnes.  Sáust á Kálfárbrúnni nú í morgunsárið. Hrossaeigendur eru beðnir að litast um í högum sínum og kanna hvort öll eign þeirra þar sé ekki til staðar.

Útleiga á fjallaskálanum í Hólaskógi

Skeiða – og Gnúpverjahreppur óskar eftir aðilum til að reka fjallaskálann í Hólaskógi á Gnúpverjaafrétti árið 2018 möguleiki er á framlengingu. Um er að ræða tveggja hæða hús í góðu ástandi, byggt úr timbri árið 1998.  Gistirými er fyrir allt að 60 manns. Flatarmál hússins er samtals 268,6 fermetrar eða 856 rúmmetrar. Það stendur á 2.500 fermetra lóð.

Sveitarstjórnarfundur nr. 47 20. september 2017

Fundarboð 47. fundar sveitarstjórnar 20 september 2017 kl 14:00 

Mál til umfjöllunar og afgreiðslu :

1.     Hvammsvirkjun. Mat á aðstæðum og framkvæmdaáformun.

2.     Snjómokstur útboðsgögn.

3.     Neslaug leiga. Seinni umræða.

4.     Erindi frá Samgöngu og sveitarstj.ráðuneyti. Varðar sameiningar.

Skrifstofan lokuð föstudaginn 15. sept.

Skrifstofa sveitarfélagsins verður lokuð í dag,  föstudaginn 15. september.  Starfsmönnum er gefinn kostur á að fara í  Skaftholtsréttir, ef erindi eru verulega brýn má senda póst á kristofer@skeidgnup.is