Starfsmaður í mötuneyti og fleira.

Skeiða- og Gnúpverjahreppur/Þjórsárskóli auglýsir eftir starfskrafti í skólamötuneyti og gæslu við íþróttakennslu. Starfshlutfall getur verið umsemjanlegt frá 40 – 60 %. Vinnutími er frá ca 11:00 -14.00 í mötuneyti mánudaga til fimmtudga ( mögulega þriðjudaga til fimmtudaga) og í gæslu vegna íþróttakennslu á miðvikudögum frá kl 8:25 með hléum til kl 14:30 og fimmtudögum frá kl 8:25-9:25. Laun samkvæmt kjarasamningum. Viðkomandi þarf helst að geta byrjað sem fyrst. Umsóknarfrestur er til 23. ágúst, nánari upplýsingar veitir Kristófer Tómasson sveitarstjóri, netfang : kristofer@skeidgnup.is sími 486-6100/861-7150 og Bolette Hoeg Koch skólastjóri netfang bolette@thjorsarskoli.is sími 486-6051/895-9660.

Samningur um gatnagerð og fráveitu í byggðakjörnunum

 Skrifað var  undir verksamning  11. ágúst 2017 milli Skeiða- og Gnúpverjahrepps  og  verktakafyrirtækisins  Neseyjar ehf.  Um er að ræða verkið   "Árnes, Brautarholt, gatnagerð og fráveita 2017."  Verkið felur í sér malbikun á götum í Árnesi og Brautarholti, gerð gangstétta og steyptra kantsteina. Einnig þarf að setja sandföng og regnvatnsniðurföll sem tengja þarf við núverandi regnvatnslög og jarðvegsskipta þarf hluta vegsniðs. Samningsupphæð samkv. tilboði verktaka er  kr. 126.712.760,-  og verkinu skal lokið 1. október 2018.

Námsgögn verða gjaldfrjáls í Þjórsárskóla næsta vetur.

Ákveðið hefur verið að nemendur Þjórsárskóla þurfi ekki að greiða fyrir hin hefðbundnu námsgögn eins og stílabækur blýanta og annað það er nota þarf við námið komandi vetur.

Næsti sveitarstjórnarfundur verður haldinn 23. ágúst 2017

Næsti sveitarstjórnarfundur verður haldinn 23. ágúst 2017 kl. 14:00. Erindi sem verða tekin fyrir á þeim fundi þurfa að  berast fyrir helgina á undan eða 18. ágúst.

Upplýsingaskilti við Hjálparfoss og Háafoss

Fyrr á árinu voru upplýsingaskiltum komið fyrir við Háafoss og Hjálparfoss í Þjórsárdal. Texti á skiltunum er á ensku og íslensku.

Sveitarstjórnarfundur nr. 44. 1 ágúst 2017

Fundarboð

Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps í Árnesi þriðjudaginn 1 ágúst 2017  kl. 08:00.

Dagskrá:

Mál til umfjöllunar og afgreiðslu :

1.     Rauðikambur ehf- Viljayfirlýsing um samning um svæði í þjórsárdal.

2.     Stækkun friðlands í Þjórsárverum.

Skrifstofan hefur opnað aftur eftir sumarleyfi starfsmanna

Skrifstofa sveitarfélgasins er opin nú eins og venjulega  kl. 09:00 -12:00 og 13:00 - 15:00 mánudaga  - fimmtudaga. Einnig er opið á föstudögum kl. 09:00 -12:00. Sími í Áhaldahúsinu er 893-4426 og þar eru teknar pantanir í fjallaskálana Gljúfurleit, Bjarnarlækjarbotna og Tjarnarver  til 09. ágúst.-, síminn er 893-4426.   Bókanir í Félagsheimilið Árnes eru teknar  í síma  486-6044 og bókanir fyrir Félagheimilið Brautarholt   í síma 898-9172.

Fylgigöng vegna sveitarstjórnarfunda aðgengileg á vef

Glöggir lesendur vefs Skeiða- og Gnúpverjahrepps hafa eflaust tekið eftir að fylgigögn vegna þeirra mála sem tekin eru til afgreiðslu á sveitarstjórnarfundum eru nú aðgengileg á vefnum. Þau eru staðsett neðan við hverja fundargerð. Auk þess eru sett  þar inn skjöl vgna mála til kynningar. 

Gögnin eru sett inn á vefinn í beinu framhaldi af því að fundargerðin er sett þar inn.  Þetta á við um öll mál, nema tilkomi að sérstakur trúnaður þurfi að ríkja um mál.

AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL

Bláskógabyggð, Grímsnes-og Grafningshreppi, Hrunamannahreppi, Skeiða-og Gnúpverjahreppi, Flóahreppi og Ásahreppi. Aðalskipulagsmál. Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt lýsing fyrir eftirfarandi aðalskipulagsbreytingu:

1. Breyting á aðalskipulagi Flóahrepps í fyrrum Hraungerðishreppi 2003-2015 á spildu úr landi Langholts 1.

Skrifstofan verður lokuð frá og með 10. - 26. júlí n.k.

Sumarlokun skrifstofu hefst þann 10. júlí og stendur til og með 26. júlí n.k. Sími hjá starfsmanni Áhaldahúss er 893-4426,  Ari Einarsson  og hann mun einnig taka við bókunum í Glúfurleit, Bjarnalækjarbotna og Tjarnarver þennan tíma,  ari@skeidgnup.is og í  síma Áháldahússins 893-4426.  Ari Thorarensen bókar í Klett og Hallarmúla, arith@simnet.is.  Ef önnur erindi eru brýn  má hafa samband við oddvita, Björgvin Skafta,  895-8432.