Aðstoðarskólastjóri Tónlistarskóla Árnesinga


Auglýst er eftir aðstoðarskólastjóra í fullt starf við Tónlistarskóla Árnesinga
frá 1. janúar 2018. Stjórnunarhlutfall er um 85%, kennsluskylda 15%.

Að Tónlistarskóla Árnesinga standa öll átta sveitarfélög Árnessýslu og er hann einn stærsti og umsvifamesti tónlistarskóli
landsins. Starfsemi skólans fer fram á tólf stöðum í sýslunni. Fjöldi nemenda er um 500 og um 30 kennarar starfa að jafnaði við
skólann.

Starfs- og ábyrgðarsvið
Aðstoðarskólastjóri:
- vinnur undir stjórn skólastjóra og er tilbúinn að ganga í verk skólastjóra þegar á þarf að halda.
- ber ábyrgð á vissum þáttum starfsins, en hefur fyrst og fremst umsjón með fjölþættu og krefjandi
innra starfi skólans.
- sinnir m.a. launaútreikningi ásamt skólastjóra.
- er tengiliður við ýmsar opinberar stofnanir.
- hefur umsjón með nemendaskrá og kennaraskrá.
- kemur að gerð ársskýrslu.
- sinnir öðrum tilfallandi verkefnum sem skólastjóri felur honum hverju sinni.

Menntun- og hæfnikröfur
Tónlistarmenntun á háskólastigi (kennari 3).
Stjórnunarreynsla æskileg.
Gott vald á almennri tölvu-ritvinnslu.
Kunnátta á Sibelius, DaCapo og Tónalaunum er kostur.
Innsæi í starfsemi tónlistarskóla og þróun tónlistarnáms æskilegt.
Framúrskarandi samskiptahæfni, jákvætt viðmót og þjónustulund.
Fagmennska, metnaður og frumkvæði.
Hugmyndaauðgi og framsýni.
Skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum.
Gott vald á íslensku og ensku, bæði í ræðu og riti.

Upplýsingar veita Róbert A. Darling skólastjóri og Helga Sighvatsdóttir aðstoðarskólastjóri í síma 482
1717.

Umsóknarfrestur er til og með 23. nóvember 2017.
Umsóknum ber að skila
á skrifstofu Tónlistarskóla Árnesinga, Eyravegi 9 Selfossi, eða á netfang
skólans
tonar@tonar.is.
Umsókn þarf að fylgja starfsferilskrá og einnar blaðsíðu kynningarbréf þar sem á kerfisbundinn hátt
er gerð grein fyrir því hvernig viðkomandi uppfyllir hæfniskröfur starfsins

Tvisvar í sömu fötum ! Er það í lagi ? Fyrirlestur í Árnesi

Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur og framkvæmdarstjóri Umhverfisráðgjafar Íslands ehf, Environice flytur fyrirlestur um fatasóun laugardaginn 11. nóvember kl.14:00 í Árnesi. 

Hann fer yfir umhverfisáhrifin sem fataframleiðsla hefur í för með sér og endurnýtingu á textílvörum.

Skeiða- og Gnúpverjahreppur í Útsvari í Sjónvarpinu 10. nóv.

Skeiða-og Gnúpverjahreppur keppir í Útsvari á föstudaginn 10. nóv. á móti Dalvíkurbyggð. Anna Kristjana Ásmundsdóttir, Stóru-Mástungu 1, Bjarni Rúnarsson, Reykjum  og Steinþór Kári Kárason frá Háholti taka þátt í leiknum  og við hvetjum sem flesta að mæta í sjónvarpið að sjálfsögðu og styðja okkar fólk. Þar er nóg pláss keppnin hefst kl 20:00. Mæting í salinn ekki síðar en kl 19:30. Möguleiki ér á hópferð, Hafið samband við Kiddu eða Kristófer með það fyrir kl 13:00 föstudag. 

Látið vita ef vantar að bora holur fyrir lífræna úrganginn

Þeir sem hafa  fengið boraðar holur fyrir lífræna úrganginn  hér í sveitarfélaginu eru góðfúslega beðnir um að láta vita á skrifstofuna í síma  486-6100 eða kidda@skeidgnup.is  ef vantar að gera nýjar  fyrir veturinn. -  Bendum einnig á að gott er að hella "ensími"  ofan á úrganignn í holunni  (fæst í Árborg) það flýtir  mikið fyrir rotnun, þá endast þær mun lengur.

Umsagnir og athugasemdir við frummatsskýrslu

Á kynningartíma frummatsskýrslu vegna Hvammsveikjunar um áhrif á ferðaþjónustu og útivist bárust 6 umsagnir og 35 athugasemdir frá almenningi og fálagasamtökum  Lesið hér.
 

Kjörfundur í Þjórsárskóla 28. október kl. 10 - 22

Kjörfundur  vegna Alþingiskosninga fer fram laugardaginn 28. október. Kjörfundur hefst kl. 10:00  og lýkur  22:00. Kosið verður í Þjórsárskóla. Kjósendur eru minntir á að hafa með sér persónuskilríki  með mynd  og framvísa ef óskað er. 

Kjörstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps.

Fréttabréf októbermánaðar komið út

Fréttabréf  októbermánaðar er komið út. LESA HÉR   Fréttir, fundarboð, augýsingar og ýmislegt fleira ásamt skemmtilegum myndum af börnunum í gunn- og leikskóla og heimsókn kvenna í Búrfellsstöð.

AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL

Bláskógabyggð, Grímsnes-og Grafningshreppi, Hrunamannahreppi, Skeiða-og Gnúpverjahreppi, Flóahreppi og Ásahreppi Samkvæmt 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að endurskoðun eftirfarandi aðalskipulagsáætlana áður en þær verða teknar til afgreiðslu í sveitarstjórn:

Aðalskipulag Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2017-2029. Heildarendurskoðun

Evrópski menningarminjadagurinn 14. október

Í tilefni af evrópska menningarminjadeginum 2017 sem ber yfirskriftina Maður og náttúra verður tekið á móti gestum á milli kl 12 og 16 þann 14. október í Laugarvatnshellum í Bláskógabyggð. Hellarnir tveir hafa verið höggnir í móberg í Reyðarbarm ofan Laugarvatnsvalla, miðja vegu milli Laugarvatns og Þingvalla. Hellarnir hafa í gegnum tíðina verið í alfaraleið á milli Suður- og Vesturlands og hafa löngum verið notaðir sem áningarstaður, afdrep fyrir gangnamenn og sem fjárhellar. Í upphafi 20. aldar hóf fólk fasta búsetu í hellunum og bjuggu þar tvær fjölskyldur hvor á eftir hinni og ráku meðal annars greiðasölu. Kristján X Danakonungar fékk þar í Íslandsheimsókn sinni árið 1921 skyr með rjóma hjá Vigdísi Helgadóttir húsfreyju. Mögulega hefur fólk hafist við í hellunum í fyrndinni en um það er erfitt að fjölyrða.

Listrými - Myndlist fyrir alla - námskeið í heimabyggð

Myndlistarnámskeið Listrýmis í Listasafni Árnesinga hófust haustið 2015 og hafa verið í stöðugri þróun til að koma til móts við óskir og þarfir samfélagsins á Suðurlandi. Markmiðið er að bjóða upp á námskeið í hinum ýmsu greinum myndlistar, í heimabyggð og fyrir alla.