Fréttabréf maí er komið út

Fréttabréf Skeiða- og Gnúpverjahrepps er komið út og er stútfullt af ýmis konar efni LESA HÉR  Fréttir af fólki og hitt og þetta.

„Í hvernig samfélagi vilt þú búa?“

Íbúafundir um mögulega sameiningu sveitarfélaganna í Árnessýslu. Nú stendur yfir greining á kostum og göllum þess að sameina sveitarfélögin í Árnessýslu í eitt sveitarfélag. Verkefninu er stýrt af samstarfsnefnd sveitarfélaganna og ráðgjafarsviði KPMG. Boðað er til íbúafunda vegna þessa verkefnis í hverju sveitarfélagi fyrir sig:

Laus störf við Flúðaskóla

Í Flúðaskóla eru um 100 nemendur í 1. – 10. bekk. Lögð er áhersla á fjölbreytta kennsluhætti, ábyrgð nemenda og góða samvinnu við alla sem að skólastarfinu koma. Eftirfarandi kennarastöður eru lausar til umsóknar: Tónmenntakennari

Starfshlutfall 40 % ótímabundin ráðning, tónmennt í 1. – 5. bekk og kór.

Fjarnám á háskólastigi opinn fundur á Selfossi 11. maí

Þarfir Sunnlendinga. Kynning á niðurstöðum rannsóknar. Boðið er til opins fundar á Hótel Selfossi fimmtudaginn 11. maí nk. kl. 14:15-16:30. Þar mun Félagsvísindastofnun HÍ kynna niðurstöður rannsóknar sem unnin var í vetur í samvinnu Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga

AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL

Bláskógabyggð, Grímsnes-og Grafningshreppi, Hrunamannahreppi, Skeiða-og Gnúpverjahreppi, Flóahreppi og Ásahreppi   Aðalskipulagsmál

Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt lýsing fyrir eftirfarandi aðalskipulagsbreytingu: 

Grunnskólakennara í Þjórsárskóla vantar

Laus er staða umsjónarkennara í 3.- 4. bekk í Þjórsárskóla. Kennt er í litlum hópum yngri sér ( 1.-4.) og eldri sér ( 5.-7.). Við leggjum upp úr sjálfbærni, að nýta það efni sem við fáum í Þjórsárdalsskógi og einnig  að gefa gömlum hlutum nýtt líf. Aðal kennslugreinar fyrir utan umsjónarkennslu eru stærðfræði og náttúru/samfélagsfærði 1-4 bekk, reynsla er æskileg. Gerð er krafa um grunnskólakennaramenntun og lipurð í mannlegum samskiptum. Reynsla á yngsta og miðstigi æskileg. 100 % staða frá 1 ágúst nk.

Vínarbrauðstónleikar Tónlistarskólans 14. maí kl. 11:00

Strengjadeild Tónlistarskóla Árnesinga stendur fyrir Vínarbrauðstónleikum í Árnesi  sunnudaginn 14. maí  kl. 11:00. Þar munu strengjahópar nemenda allt frá 5 ára aldri til langt kominna nemenda ásamt yngri og eldri strengjasveit skólans flytja fjölbreytta og metnaðarfulla dagskrá. Kaffihúsastemmning mun ríkja. Aðgangur er ókeypis.

Skeiða- og Gnúpverjahreppur óskar eftir starfsfólki

Skeiða- og Gnúpverjahreppur óskar eftir starfsfólki í Þjórsárstofu frá 1. júní – 31. ágúst nk: Verksvið: Umsjón Þjórsárstofu- Upplýsingamiðlun til ferðamanna. Umsjón með tjaldsvæði við Árnes. Gerð er krafa um enskukunnáttu, þekkingu á staðháttum lágmarksaldur 20 ár.

 Verkstjóri í vinnuskóla og tilfallandi störf sumar 2017. Verksvið: Umsjón með vinnuskóla og tilfallandi störf í áhaldahúsi. Tímabil 1. júní til 20. ágúst.

Skeiða- og Gnúpverjahreppur óskar eftir starfsfólki

Skeiða- og Gnúpverjahreppur óskar eftir starfsfólki í Þjórsárstofu frá 1. júní – 31. ágúst nk: Verksvið: Umsjón Þjórsárstofu- Upplýsingamiðlun til ferðamanna. Umsjón með tjaldsvæði við Árnes. Gerð er krafa um enskukunnáttu, þekkingu á staðháttum lágmarksaldur 20 ár.

 Verkstjóri í vinnuskóla og tilfallandi störf sumar 2017. Verksvið: Umsjón með vinnuskóla og tilfallandi störf í áhaldahúsi. Tímabil 1. júní til 20. ágúst.

Fréttabréf apríl komið út.

Fréttabréf apríl er komið út og stútfullt af alls konar efni  lesa hér   Auglýsing um Uppsprettu 2017 og Páskabingó Kvenfélgas Gnúpverja. Fréttir af framkvæmdum við Búrfell, fréttir úr skólunum, sveitarstjórapistill, úrslit Uppsveitadeildarinnar, fréttir af Héraðsleikum  og bendi sérstaklega á könnun sem auglýst er á bl. 21 og hægt er að svara á heimasíðu sveitarafélgasins skeidgnup.is ( hér til hliðar)  í dag og á morgun um sameinginu sveitarfélaga og svo er margt, margt fleira.