Sveitarstjórnarfundur nr. 44. 1 ágúst 2017

Fundarboð

Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps í Árnesi þriðjudaginn 1 ágúst 2017  kl. 08:00.

Dagskrá:

Mál til umfjöllunar og afgreiðslu :

1.     Rauðikambur ehf- Viljayfirlýsing um samning um svæði í þjórsárdal.

2.     Stækkun friðlands í Þjórsárverum.

Skrifstofan hefur opnað aftur eftir sumarleyfi starfsmanna

Skrifstofa sveitarfélgasins er opin nú eins og venjulega  kl. 09:00 -12:00 og 13:00 - 15:00 mánudaga  - fimmtudaga. Einnig er opið á föstudögum kl. 09:00 -12:00. Sími í Áhaldahúsinu er 893-4426 og þar eru teknar pantanir í fjallaskálana Gljúfurleit, Bjarnarlækjarbotna og Tjarnarver  til 09. ágúst.-, síminn er 893-4426.   Bókanir í Félagsheimilið Árnes eru teknar  í síma  486-6044 og bókanir fyrir Félagheimilið Brautarholt   í síma 898-9172.

Fylgigöng vegna sveitarstjórnarfunda aðgengileg á vef

Glöggir lesendur vefs Skeiða- og Gnúpverjahrepps hafa eflaust tekið eftir að fylgigögn vegna þeirra mála sem tekin eru til afgreiðslu á sveitarstjórnarfundum eru nú aðgengileg á vefnum. Þau eru staðsett neðan við hverja fundargerð. Auk þess eru sett  þar inn skjöl vgna mála til kynningar. 

Gögnin eru sett inn á vefinn í beinu framhaldi af því að fundargerðin er sett þar inn.  Þetta á við um öll mál, nema tilkomi að sérstakur trúnaður þurfi að ríkja um mál.

AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL

Bláskógabyggð, Grímsnes-og Grafningshreppi, Hrunamannahreppi, Skeiða-og Gnúpverjahreppi, Flóahreppi og Ásahreppi. Aðalskipulagsmál. Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt lýsing fyrir eftirfarandi aðalskipulagsbreytingu:

1. Breyting á aðalskipulagi Flóahrepps í fyrrum Hraungerðishreppi 2003-2015 á spildu úr landi Langholts 1.

Skrifstofan verður lokuð frá og með 10. - 26. júlí n.k.

Sumarlokun skrifstofu hefst þann 10. júlí og stendur til og með 26. júlí n.k. Sími hjá starfsmanni Áhaldahúss er 893-4426,  Ari Einarsson  og hann mun einnig taka við bókunum í Glúfurleit, Bjarnalækjarbotna og Tjarnarver þennan tíma,  ari@skeidgnup.is og í  síma Áháldahússins 893-4426.  Ari Thorarensen bókar í Klett og Hallarmúla, arith@simnet.is.  Ef önnur erindi eru brýn  má hafa samband við oddvita, Björgvin Skafta,  895-8432. 

Vinna við aðalskipulag 2017-2029 er í gangi

Vinna við aðalskipulag Skeiða- og Gnúpverjahrepps er í gangi og að þeirri vinnu koma sveitarstjórn, Verkfræðistofan Efla ehf  á Selfossi og Steinsholt sf,  á Hellu. Hér má skoða þau gögn  sem eru til staðar í vinnunni og eru íbúar beðnir  um að koma með ábendingar eða athugasemdir inn í þá vinnu,  "betur sjá augu en auga."

Upprekstur á afrétti Skeiða, Flóa og Gnúpverja hefst 27.júní n.k.

Frá Afréttarmálanefnd Gnúpverjaafréttar og Afréttarmálafélagi Flóa og Skeiða.

Afréttirnir milli Stóru-Laxár og Þjórsár þ.e. Flóa og Skeiðamannaafréttur og Gnúpverjaafréttur opna 27.júní til upprekstrar.

Trén geta truflað umferðaröryggi

Það kannast margir við að trjágróður getur byrgt sýn í umferðinni. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps hefur tekið umræðu um þá hættu sem getur stafað af trjágróðri á nokkrum stöðum í sveitarfélaginu þar sem vegir mætast.  Hefur þegar verið tekið til við að fella tré á stöðum þar sem þetta er greinilegt vandamál. Leitað hefur verið samráðs við landeigendur og Vegagerðina í þeim efnum.  Á myndunum má sjá hvar fækkað hefur verið Öspum við afleggjarann að Votumýri við Skeiða- og Hrunamannaveg.

Mertrippi í óskilum á Brúnum í Gnúpverjahreppi

Sótrautt mertrippi er í óskilum á Brúnum  í Gnúpverjahreppi síðan 21. júní. Hún er ung að árum,  líklega um  tveggja vetra. Ekkert örmerki hefur fundist í henni en hún er spaklát. Eigandi er gófúslega beðinn um að sækja hana en frekari upplýsingar eru i síma 486-6100.

AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL

Bláskógabyggð, Grímsnes-og Grafningshreppur, Hrunamannahreppur, Skeiða-og Gnúpverjahreppur, Flóahreppur og Ásahreppur   Aðalskipulagsmál   Samkvæmt 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt tillaga að eftirfarandi aðalskipulagsbreytingu: 

1.     Breyting á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2004-2016 innan þéttbýlisins Árnes.