Neslaug: Breyttir opnunartímar sumar 2016

Frá og með 10. júní -1. júlí er opnunartími Neslaugar sem hér segir:

Miðvikudaga: 18 -22

Föstudaga:   14 - 18

Undirbúningur að friðlýsingu í Kerlingafjöllum

Hrunamannahreppur, Kerlingarfjallavinir, Skeiða- og Gnúpverjahreppur og Umhverfisstofnun unnið að undirbúningi friðlýsingar í Kerlingarfjöllum. Drög að friðlýsingarskilmálum hafa nú verið sett á heimasíðu Umhverfisstofnunar á þessari slóð: http://ust.is/einstaklingar/frettir/frett/2016/05/26/Fyrirhugud-fridlysing-i-Kerlingarfjollum/ til kynningar þar sem öllum er gefinn kostur á að senda inn athugasemdir og ábendingar. 

Leikskólinn Leikholt fær ART-vottun

Við útskriftarathöfn á leikskólanum Leikholti í gær fékk skólinn afhent skjal frá ART-teyminu sem staðfestir ART-vottun skólans næstu 3 árin. 6 af 8 starfsmönnum á deildum leikskólans hafa þegar lokið ART-námskeiði og von er á síðustu tveimur eftir sumarið. Til hamingju Leikholt og haldið áfram með ykkar flotta og öfluga ART starf

Fréttabréf maí komið á vefinn

Fréttabréfið maí er komi út.  LESA HÉR Heilmikið um að vera að venju.

Opinn íbúafundur um aðalskipulag Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2017-2029 17.maí kl. 20:00 í Árnesi

Opinn íbúafundur um aðalskipulag Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2017-2029 í Árnesi þriðjudaginn 17 maí næstkomandi kl 20:00. Dagskrá fundar:

1. Fundarsetning og kynning á frummælendum–Skafti Bjarnason Oddviti

2. Skipulagsfulltrúi Uppsveita. Lagaumhverfi og skyldur- Pétur Haraldsson. 

Flúðaskóli auglýsir eftir kennara til starfa

Kennara vantar í samtals 70% starf við Flúðaskóla. Um er að ræða 10 tíma heimilisfræðikennslu í 1. – 7. bekk og 8 tíma tónmennt og kór í 1. – 5. bekk. Umsóknarfrestur er til 23. maí 2016. Nánari upplýsingar gefur Guðrún Pétursdóttir skólastjóri í síma 4806611 eða tölvupósti gudrunp@fludaskoli.is

Gnúpverjar Íslandsmeistarar 3. deildar karla í körfubolta í ár!

Gnúpverjar eru Íslandsmeistarar 3. deildar karla í körfubolta í ár. Þeir lögðu lið Laugdæla í úrslitaleik deildarinnar sem fram fór síðastliðinn föstudag. Lokatölur urðu 78-72. Bæði lið hafa þar með tryggt sér sæti í 2. deild karla að ári. Laugdælir urðu efstir eftir deildarkeppni vetrarins og Gnúpverjar í 2.-3. sæti. Leikin var fjögurra liða úrslitakeppni sem endaði með úrslitaleik liðanna í íþróttahúsi Kennaraháskólans.

Staða kennsluráðgjafa fyrir leik- og grunnskóla á starfssvæði skólaþjónustu Árnesþings er laus til umsóknar.

Um er að ræða 100% stöðu. Í sveitarfélögunum er unnin fjölbreytt verkefni á sviði skóla- og velferðarmála og svigrúm er til nýrra verkefna og vinnubragða.

Starfssvið kennsluráðgjafa

Firmakeppni Smára 1. maí að Flúðum kl. 13:00

Keppnin hefst stundvíslega kl. 13:00. Skráning á staðnum. Keppt verður í eftirfarandi flokkum:

Pollaflokkur ( 9 ára og yngri)

Barnaflokkur ( 10-13 ára)

Unglingaflokkur ( 14-17 ára)

Ungmennaflokkur: ( 18-21 árs)

Kvennaflokkur 

Karlaflokkur

Heldrimanna og kvennaflokkur

Fljúgandi skeið

Framtíð háskólanáms á Suðurlandi

Boðið er til opins fundar á Hótel Selfossi þriðjudaginn 26. apríl kl. 12:00 - 16:00 Innlegg frá háskólum landsins, Sunnlendingum, mennta- og menningarmálaráðuneyti og þingmönnum.
Fundarstjóri er Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri í Rangárþingi ytra.
Fundurinn hefst kl. 12:30 en boðið er upp á súpu kl. 12:00
Allir velkomnir - látum okkur málið varða    Skráning hér