Sveitarstjórnarfundur nr. 32. boðaður 10.ágúst kl.14:00 í Árnesi

             Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps í Árnesi miðvikudaginn 10.08. kl.14:00       

Mál til afgreiðslu og umfjöllunar.

1.    Vindmyllur á Hafinu. Staða verkefnis. Margrét Arnardóttir frá Landsvirkjun mætir til fundar.

Auglýst er eftir starfsmanni í eldhús/ræstingar!

Leikskólinn Leikholt auglýsir eftir starfskrafti í eldhús/ræstingar. Um er að ræða 90% starf í fjölbreyttu starfi. Hluti starfsins felur í sér að taka á móti matnum sem kemur frá Árnesi, framreiða og ganga frá, ræsta þarf húsið og leysa af inn á deild. Laun eru samkvæmt kjarasamningum. Starfsmaður þarf að geta byrjað að vinna frá og með 1. september en möguleiki er að byrja að vinna fyrr.

Starfsmann vantar í 75 % starfshlutfall í mötuneyti

Starfsmann vantar í 75 % starfshlutfall í mötuneyti Flúðaskóla. Laun samkvæmt kjarasamningi launanefndar sveitarfélaga og Bárunnar. Viðkomandi þarf helst að geta hafið störf 15. ágúst 2016.

Upplýsingar veita Guðrún Pétursdóttir skólastjóri í síma 8471359 eða senda póst á gudrunp@fludaskoli.is og Bjarni Birgisson í síma 8993532

Umhverfisverðlaun 2016

Umhverfisverðlaun Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2016 voru veitt  þann 3. ágúst s.l.  Formaður Umhverfisnefndar sveitarfélagsins, Anna María Flygenring, afhenti verðlaunin og hafði nefndin  veg og vanda af valinu. Nefndarfólki  fannst það ekki erfitt að komast að niðurstöðu um að Þrándarholt ætti þessi verðlaun svo sannarlega skilið.

Sumarleyfum á skrifstofu lokið - opið með venjubundnun hætti

Bókanir í fjallaskálana Klett, Hallarmúla, Gljúfurleit, Bjarnalækjarbotna og Tjarnarver eru teknar á skrifstofunni í síma 486-6100 eða á kidda@skeidgnup.is

Ari Einarsson umsjónarmaður fasteigna er með símannn 893-4426 -  ari@skeidgnup.is

Gámasvæðið við Árnes opið: þriðjudaga kl. 14:00 - 16:00 og laugardaga kl. 10:00 - 12:00

Opnunartímar sundlauga í ágúst 2016

Þriðjudaga:     Thue    18 - 22

Miðvikudaga: Wed      18 - 22  

Föstudaga:      Fri       14 -18

Laugardagar: Sat       12 - 18

Sunnudaga:    Sun     12 - 18

mánudaga og fimmtudaga er lokað

Mánudaga:   Mon    18 - 22 

Fimmtudaga: Thurs 18 - 22  

Álagningu skatta á einstaklinga er lokið

Álagningar og innheimtuseðlar einstaklinga 2016 eru aðgengilegir á þjónustuvef ríkisskattstjóra  rsk.is og skattur.is  Upplýsingar um greiðslustöðu veita  tollstjóri og sýslumenn. Álagningarskrár liggja frammi á starfsstöðvum ríkisskattstjóra dagana 30. júní 14. júlí að báðum dögum meðtöldum.

Skrifstofan lokuð frá 4. júlí til og með 1. ágúst.

Bókanir í fjallaskálana Klett og Hallarmúla sér Ari B.Thorarensen um gsm: 898-9130, arith@simnet.is  -

Bókanir í Gljúfurleit, Bjarnalækjarbotna og Tjarnarver eru í síma 847-8162 Lilja Loftsdóttir, brunir@simnet.is

Gleði og glaumur á Uppsprettunni

Byggðahátíðin Uppsprettan var haldin í Skeiða – og Gnúpverjahreppihelgin 18. -19. júní s.l. Meðal atriða voru leikhópurinn Lotta, pöbbakvöld með Magga Kjartans, handverkssýningin ,,Bjástrað á bæjunum“ , myndgáta og ratleikur auk hoppukastala og klifurveggs. Auk þess var heimsmeistaramótinu í fótboltanum gerð skil á stóra tjaldinu á laugardeginum.

Sumarlokun skrifstofu sveitarfélagsins

Skrifstofa sveitarfélagsins verður lokuð frá og með 4. júlí til og með 1. ágúst. Sími í áhaldahúsinu er 893-4426.  Ef erindi eru brýn má að hafa samband við oddvita í síma 895-8432.

Bókanir í fjallaskálana Klett og Hallarmúla sér Ari B.Thorarensen um gsm: 898-9130 arith@simnet.is  -

Bókanir í Gljúfurleit, Bjarnalækjarbotna og Tjarnarver eru í síma 847-8162 Lilja Loftsdóttir, brunir@simnet.is