Lífsgæði í Skeiða - og Gnúpverjahreppi

 Myndband um lífið í Skeiða- og Gnúpverjahreppi var gert á dögunum sem hægt er að spila hér.   Og nú er það í fullum gæðum. Sjón er sögu ríkari.  Verið velkomin til búsetu hjá okkur.  Í Árnesi eru 12 einbýlishúsalóðir lausar og þrjár parhúsalóðir og þrjár parhúsalóðir eru  lausar á  Brautarholti. Góðir skólar eru í sveitarfélaginu, grunnskóli upp í 7. bekk og gjaldfrjáls leikskóli,  tvær sundlaugar, blómlegt mannlíf og mikil náttúrufegurð.

Hugmyndasmiðja til atvinnuuppbyggingar í sveitarfélaginu

Langar þig að leggja þitt að mörkum til atvinnuuppbyggingar í Skeiða- og Gnúpverjahreppi?Langar þig, eða einhver sem þú þekkir, að búa til atvinnutækifæri sem gera þér og þínum kleift að búa í sveitinni? Sérð þú ónýtt atvinnutækifæri í kringum þig sem þú vilt koma á framfæri? Gengur þú jafnvel með viðskiptahugmynd í maganum?

„Allt er breytingum háð“

Fjölsóttasta ferðamannasvæði landsins - þróun á tímum örra breytinga. Málþing um ferðaþjónustu í Uppsveitum Árnessýslu, verður haldið í Golfskálanum á Efra-Seli, Hrunamannahreppi (Flúðum)
fimmtudaginn 17. nóvember kl. 13:00-16:00.

Frummælendur verða  
Einar Á.E. Sæmundsen fræðslufulltrúi Þjóðgarðsins á Þingvöllum
og Ásborg Arnþórsdóttir ferðamálafulltrúi Uppsveita Árnessýslu.
Einnig verða sagðar reynslusögur fyrirtækja á svæðinu
og almennar umræður.

Ekkert stendur í stað, vöxtur í ferðaþjónustu hefur breytt starfsumhverfi fyrirtækja
og býður upp á fjölbreytt ný viðfangsefni og áskoranir
Allir velkomnir

Foreldradagurinn á Grand Hótel 9. nóvember kl. 8:15 - 10

Sorpþjónusta í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Útboð og undirritun samnings.

Skeiða- og Gnúpverjahreppur bauð út sorpþjónustu fyrir árin 2016-2020 fyrir skömmu. Tveir aðilar sendu inn tilboð í verkefnið. Gámaþjónustan og Íslenska gámafélagið. Síðarnefndi aðilinn bauð lægra verð eða rétt liðlega 93 milljónir króna. Kostnaðaráætlun var um þremur milljónum hærri. Gámaþjónustan bauð ríflega 4 milljónum hærra en kostnaðaráætlun hljóðaði upp á.  Gengið var til samninga við Íslenska Gámafélagið. En félagið hefur annast sorpþjónustu fyrir sveitarfélagið síðan 2009.  Mikil áhersla hefur verið lögð á flokkun sorps í sveitarfélaginu síðustu árin. Farnar hafa verið nokkuð frumlegar leiðir með afsetningu á lífrænum úrgangi. Hann er að mestu jarðgerður innan sveitarfélagsins. Sveitarfélagið rekur tvo gámsvæði. Annað við Brautarholt og hitt við þéttbýlið við Árnes. Samningur um sorpþjónustuna var undirritaður í Árnesi mánudaginn 7 nóvember.

Leikskólann Leikholt vantar starfsmann í 57% stöðu

Leikskólinn Leikholt óskar eftir að ráða starfsmann í 57% stöðu í afleysingar. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir samkomulagi.  Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem er tilbúinn til að taka þátt og leiða áfram gott faglegt starf í skólanum.

Menntun og hæfniskröfur:

Meginverkefni:

Forvarnir í umferðarmálum 14. nóvember í Árnesi.

Mánudaginn 14. nóvember næstkomandi kl 16:30 verður haldinn fundur um forvarnir í umferðaröryggismálum í félagsheimilinu Árnesi. Sérstök áhersla verður lögð á bílbeltanotkun

Framsögu hafa:

Gísli Níls Einarsson sérfræðingur í forvörnum hjá

VÍS- Vátryggingafélagi Íslands

Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Suðurlandi

Lífsgæði í Skeiða- og Gnúpverjahreppi

 Myndband um lífið í Skeiða- og Gnúpverjahreppi var gert á dögunum sem hægt er að spila hér.   Og nú er það í fullum gæðum. Sjón er sögu ríkari.  Verið velkomin til búsetu hjá okkur.  Í Árnesi eru 12 einbýlishúsalóðir lausar og þrjár parhúsalóðir og þrjár parhúsalóðir eru  lausar á  Brautarholti. Góðir skólar eru í sveitarfélaginu, grunnskóli upp í 7. bekk og gjaldfrjáls leikskóli,  tvær sundlaugar, blómlegt mannlíf og mikil náttúrufegurð.

Bækur og staðir: Stóri-Núpur og Minni-Núpur

Hér gefur að líta umfjöllum Egils Helgasonar í Kiljunni um þá nágranna í Skeiða- og Gnúpverjahreppi sr. Valdimar Briem á Stóra-Núpi og Brynjúlf Jónsson, fræðimann á Minna-Núpi.         Sjá hér 

Kjörsókn 84,4 % í Skeiða- og Gnúpverjahreppi

Kjörfundi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi lauk kl 21:00 í kvöld. Ekki verður annað sagt en íbúar í Skeiða- og Gnúpverjahreppi hafi nýtt kosningaréttinn vel. Á kjörskrá voru 385 af þeim kusu 325 eða 84,4 %.

Sveitarstjóri