Dagur íslenskrar tungu
Dagur íslenskrar tungu var haldinn hátíðlegur mánudaginn 16. nóvember. Að þessu sinni var dagurinn helgaður 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna. 3.- 4. bekkur flutti dagskrá um stöðu kvenna á fyrri árum og sögðu frá kvikmyndinni Næturgangan eftir Svövu Jakobsdóttur þar sem vinnukona gerir uppreisn gegn kynjamisrétti. 5.- 7. bekkur tók fyrir ljóð eftir konur í tilefni af 100 ára kosningarétti kvenna. Þau völdu sjálf ljóðin og fluttu þau. Einnig var 7. bekkur með tilvísun í ævi Ólínu Jónasdóttur og sögðu frá hjásetu og leikjum sem börn léku sér í hér áður fyrr. Börnin í skólanum sungu lög um konur og eftir konur undir stjórn Helgu Kolbeins. Nemendur voru mjög áhugasamir og stóðu sig með prýði.