Sumarlokun skrifstofu
Skrifstofa sveitarfélagsins verður lokuð vegna sumarleyfa frá og með 6. júlí og vinna hefst aftur þriðjudaginn 4. ágúst n.k.
Skrifstofa sveitarfélagsins verður lokuð vegna sumarleyfa frá og með 6. júlí og vinna hefst aftur þriðjudaginn 4. ágúst n.k.
AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL
Bláskógabyggð, Grímsnes-og Grafningshreppi, Hrunamannahreppi, Skeiða-og Gnúpverjahreppi, Flóahreppi og Ásahreppi
Aðalskipulagsmál
Samkvæmt 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi aðalskipulagsbreytingum:
1. Breyting á aðalskipulagi Hrunamannahrepps 2003-2015 vegna færslu Hvammsvegar.
Dagana 19. - 21. júní var efnt til hátíðar í Árnesi til þess minnast landnámsmanna okkar sem námu setturst hér að í Skeiða og Gnúpverjahreppi og má þar nefna Ólaf tvennumbrúna er nam Skeiðin, Þránd hinn mjögsiglandi Bjarnason er bjó í Þrándarholti, Skafta Þormóðsson í Skaftholti og Þorbjörn laxakarl í Haga að ógleymdum Gauki Trandilssyni er bjó að Stöng í Þjórsárdal og er frægastur þeirra. Heiðruð var fortíð og nútíð sveitarinnar með glæsilegri dagskrá í góðu veðri bæði úti og inni.
Hér má lesa tillögu að matsáætlun Búrfellslundar.
Einnig eru hér lög um mat á umhverfisáhrifum. Lesa hér.
Frumkvöðladagur Uppsveitanna verður haldinn fimmtudaginn 12. mars kl. 13:00-17:00.
Dagurinn er haldinn í samstarfi sveitarfélaganna í Uppsveitum Árnessýslu
og markmiðið er að stuðla að nýsköpun og eflingu atvinnutækifæra á svæðinu.
Tæknisvið Uppsveita er sameiginlegt svið fimm sveitarfélaga en þau eru Grímsnes- og Grafningshreppur, Bláskógarbyggð, Hrunamannahreppur, Skeiða- og Gnúpverjahreppur og Flóahreppur. Verkefni tæknisviðsins eru margvísleg en þar á meðal er unnið að vatns-, hita, og fráveitumálum, gatnagerð, viðhald og nýbyggingar húsa, sorpmálum, vinnslu úrgangs og fleira sem til fellur. Einnig koma starfsmenn sviðsins að afleysingum hjá Skipulags- og byggingafulltrúaembætti Uppsveita.
“Að sunnan” á N4 Margrét Blöndal kom í heimsókn í leikskólann Leikholt í Brautarholti á Bóndadaginn og hitti fólkið þar.
Gleði, vinsemd og virðing ríkti þar eins og alla aðra daga.
Fyrsti þátturinn “Að sunnan” á N4 fer í loftið miðvikudaginn 21.janúar kl. 18.30
Framundan eru 24 þættir, stútfullir af skemmtilegu og fróðlegu efni af svæðinu og eru Margrét og Sighvatur með ermarnar uppbrettar og tilbúin til að ferðast vítt og breitt um Suðurland í enn frekari efnisleit og tökur .
Aftansöngur var í Stóra-Núpskirkju á gamlársdag 31. desember kl. 16:30. Sr. Óskar H. Óskarsson, sóknarprestur prédikaði, Kirkjukór Stóra-Núpskirkju söng undir stjórn organistans Þorbjargar Jóhannsdóttur. Þetta var síðasta athöfn í kirkjunni þar til á páskadag 5. apríl 2015 þar sem eftir áramótin hefjast viðhaldsframkvæmdir við kirkjuna.
Opið mánudaginn 5. janúar 2015 eins og venjulega frá kl. 09-12 og 13-15 og eftir það alla virka daga opið kl. 09-12 og 13-15 og föstudaga 09-12. Starfsfólk skrifstofu Skeiða- og Gnúpverjahrepps óskar íbúum og öðrum viðskiptavinum og samstarfsfólki farsældar á nýju ári með þökk fyrir árið sem er að líða