Hvenær má reka á Gnúpverjaafrétt ?

Frá og með 28 júní næstkomandi er heimilt að fara með fé á Gnúpverjaafrétt

Afréttarmálanefnd

Tæming rotþróa 2016 í Skeiða- og Gnúpverjahreppi

Rotþrær í sveitarfélaginu eru tæmdar á þriggja ára fresti og nú er komið að svæði 3. Tæmt verður í ágúst, 2016. Svæði 3,  hefst við Ásaskóla, Ása, Stóra-Núp og Minna-Núp og telur alla bæi og sumarbústaði þar fyrir ofan og endar á Sultartangavirkjun. 

Næsta ár, 2017,  er það svæði 2 sem verður tæmt og það hefst við Þrándarholt/lund/tún og Stöðulfell og endar með Austurhlíð, Steinsholtsbæjum og Skaftholti.

Auglýsum eftir starfsmanni í eldhús/ræstingar!

Leikskólinn Leikholt auglýsir eftir starfskrafti í eldhús/ræstingar. Um er að ræða 90% starf með vinnutímann 9:00-16:00, þar sem tekið er á móti matnum sem kemur í frá Árnesi, framreitt og gengið frá, einnig er húsið ræst. Laun samkvæmt kjarasamningum. Starfsmaður þarf að geta byrjað að vinna frá og með 1. september en möguleiki er að byrja að vinna fyrr.

Fréttabréf júní komið á vefinn

Fréttabréf er komið út  og kemur í hús þann 14. júní  LESA HÉR

Stútfullt af fréttum og tilkynningum. Hvetjum íbúa til að taka þátt í skemmtilegum hátíðarhöldum á þjóðhátíðardaginn 17. júní í Árnesi kl. 14:00

Fréttabréfið kemur í hús þann 14. júní. 

Árlegur landgræðsludagur 13. júní kl. 10:30

Árlegur landgræðsludagur Verður mànudaginn 13. júní á starfsvæði okkar inn við Sandafell og mun hann hefjast kl 10:30. Gaman væri að sjá sem flesta en við hvetjum sérstaklega þá sem eru í  gæðastýrðri sauðfjárrækt og nýta afréttinn að mæta.  Þeir sem komast skulu hafa samband sìma 862-4917 Bjarni.

Strætó hættir reglulegum ferðum úr Árnesi

Reglulegum strætóferðum úr Árnesi og niður á Sandlækjarholt er hætt frá og með mánudeginum 06. júní 2016. Ekki er lengur grundvöllum fyrir rekstrinum. Boðið er upp á pöntunarþjónustu í staðinn.  Hægt er að panta sér far í síma 893-4426 með tveggja tíma fyrirvara og  lagt er af stað  kl. 07:27 að morgni  og  16:22 síðdegið frá Þjórsárstofu í  Árnesi. 

Uppsprettan í Árnesi 2016

Uppsprettan 2016.Brokk og skokk  Partý með Magga Kjartans 
Landsleikur, Ísland-Ungverjaland, á stóra tjaldinu 
Leikhópurinn Lotta  Uppsprettumáltíð 
Fróðlegir fyrirlestrar  Hoppukastali  Klifurveggur 
Uppspretturatleikur  Bjástrað á bæjunum, 
listmunir og munngæti  myndbandamaraþon 
Nánar á facebook
HÁTÍÐIN FER FRAM Í ÁRNESI
Verið öll hjartanlega velkomin.

Neslaug: Breyttir opnunartímar sumar 2016

Frá og með 10. júní -1. júlí er opnunartími Neslaugar sem hér segir:

Miðvikudaga: 18 -22

Föstudaga:   14 - 18

Undirbúningur að friðlýsingu í Kerlingafjöllum

Hrunamannahreppur, Kerlingarfjallavinir, Skeiða- og Gnúpverjahreppur og Umhverfisstofnun unnið að undirbúningi friðlýsingar í Kerlingarfjöllum. Drög að friðlýsingarskilmálum hafa nú verið sett á heimasíðu Umhverfisstofnunar á þessari slóð: http://ust.is/einstaklingar/frettir/frett/2016/05/26/Fyrirhugud-fridlysing-i-Kerlingarfjollum/ til kynningar þar sem öllum er gefinn kostur á að senda inn athugasemdir og ábendingar. 

Leikskólinn Leikholt fær ART-vottun

Við útskriftarathöfn á leikskólanum Leikholti í gær fékk skólinn afhent skjal frá ART-teyminu sem staðfestir ART-vottun skólans næstu 3 árin. 6 af 8 starfsmönnum á deildum leikskólans hafa þegar lokið ART-námskeiði og von er á síðustu tveimur eftir sumarið. Til hamingju Leikholt og haldið áfram með ykkar flotta og öfluga ART starf