Fréttabréf október komið út

Fréttabréf októbermánaðar er komið út.  LESA HÉR . Meðal efnis er pistill Kristófers Tómassonar, sveitarstjóra sem kominn er  aftur til starfa. Námskeið um stafagöngu sem Gunnar Gunnarsson ætlar halda, eldað með sveitungi,  fréttir frá grunnskóla og leikskóla og nokkrar fleiri praktískar upplýsingar.

AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL

Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshreppur, Hrunamannahreppur og Skeiða-og Gnúpverjahreppur   Aðalskipulagsmál

Samkvæmt 30. gr. Skipulagslaga nr.123/2010 eru kynntar skipulagslýsingar eftirfarandi skipulagsáætlana.

Reglur um sóttkví gilda líka í sveitinni - í sumarhúsum.

Sumarhúsafólk athugið!  Að gefnu tilefni vill lögreglustjórinn á Suðurlandi og almannavarnir á Suðurlandi vekja athygli á því  að reglur  um sóttkví gilda líka um þá sem kjósa að dvelja í sumarhúsi á meðan sóttkví stendur.   Einstaklingar í sóttkví mega EKKI  fara út fyrir sumarhúisð nema brýna nauðsyn beri til. Einstaklingar í sóttkví mega EKKI farasjálfir eftir aðföngum, þ.á.m. í matvöruverslun. Einstaklingar í sóttkví mega EKKI fara sjálfir með sorp á móttökustöðvar sveitarfélaga.Einstaklingar í sóttkví mega fara  í göngutúra eða bíltúra, en gæta þarf að halda reglur um fjarlægt frá öðrum. 

Skeiða- og Gnúpverjahreppur er nú heilsueflandi samfélag.

Alma D. Möller, landlæknir og Gígja Gunnarsdóttir verkefnisstjóri verkefnisins, Heilsueflandi samfélag komu og kynntu verkefnið 14. september 2020 í Félagsheimilinu Árnesi. Landlæknir og Björgvin Skafti Bjarnason, oddviti skrifuðu undir samstarfssamning um verkefnið milli sveitarfélagsins og Embætti landlæknis í einmuna blíðu. Nemendur Þjórsárskóla sungu af tilefninu lag, sérstaklega fyrir Ölmu. "Gamli Nói, gamli Nói er að spritta sig." Þá skrifuðu nokkur félagasamtök einnig undir samstarfssamninginn.

Tilhögun þjónustu í sveitarfélaginu þar til annað verður ákveðið

Eins og kunnugt er hafa sóttvarnarráðstafanir í landinu vegna Kórónuveirufaraldursins verið hertar. Eftir föngum verður tekið mið af því í starfsemi Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Skrifstofa sveitarfélagsins verður opin með hefðbundnum hætti. Þeir sem eiga erindi á skrifstofuna eru samt sem áður hvattir til að nota tölvupóst skeidgnup@skeidgnup.is eða síma 486-6100 í samskiptum við skrifstofuna frekar en heimsókn.

Lokun skrifstofu vegna fjármálaráðstefnu sveitarfélganna

Skrifstofa sveitarfélagsins í Árnesi verður lokuð fyrir hádegi fimmtudaginn 1. október  vegna fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna en opið verður frá kl. 13:00  - 15:00. Lokað verður alveg föstudaginn  2. október af sömu ástæðu.

Haust og vetrarfrí fjölskyldunnar - Markaðsstofa Suðurlands

Nú fer að líða að haust- og vetrarfríum í skólum á Suðurlandi og á höfuðborgarsvæðinu, í flestum skólum eru haustfrí núna um miðjan október. Líkt og síðasta vetur ætlum við að leggja áherslu á Haust- og vetrarfrí fjölskyldunnar.

Við munum kynna fjölbreytta möguleika sem fjölskyldan getur gert saman á Suðurlandi í vetarfríinu í fréttamiðlum og á netmiðlum. Við munum leitast við að kynna fjölskylduvæna þjónustu og afþreyingu.

48. sveitarstjórnarfundur boðaður 30.09.2020 kl. 16:00 í Árnesi

Boðað er til 48. fundar í sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps í Árnesi  30. september, 2020 klukkan 16:00. Dagskrá

1. Úthlutun lóða:

2. Hraunteigur leiðrétting á landstærð og landskipti  2020

3. 202 fundur Skipulagsnefndar

4. 127 afgreiðslufundur Byggingafulltrúa

Smaladagur 26. sept og skilaréttir 27. og 28. sept í Skaftholtsréttum

Minnt er á almennan smaladag laugardaginn 26. september og skilarétt Gnúpverja verður í Skaftholtsréttum sunnudaginn 27. september kl 11:00.
Skilarétt Skeiða- og Fóamanna verður mánudaginn 28. september í Skaftholtsréttum kl. 11:00.
Á almennum smaladegi "skal smala heimalönd allra jarða og koma óskilafé í réttir " s.br. 28. gr. Fjallskilasamþykktar Árnessýslu austan vatna.

Félagsmiðstöðin Zero - starfsmann vantar í 60% starf

Starfsmann vantar í 60% starf til að hafa umsjón með starfsemi Félagsmiðstöðvarinnar Zero á Flúðum. Félagsmiðstöðin er rekin í samvinnu Hrunamannahrepps og Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Laun eru skv. kjarasamningum Félags opinberra starfsmanna. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Allar nánari upplýsingar gefur sveitarstjóri Hrunamannahrepps í síma 480 6600 eða jon@fludir.is. Umsóknum skal skila á skrifstofu Hrunamannahrepps í síðasta lagi 25. september n.k.