Laus er staða grunnskólakennara í Þjórsárskóla frá 1. ágúst 2020

Laust eru til umsóknar hlutastarf,  grunnskólakennara í þjórsárskóla. Um er að ræða  4 kennslustundir á viku í náttúrurfræði. Við leitum að metnaðarfullum, sjálfstæðum og áhugasömum grunnskólakennara. Góð hæfni í mannlegum samskiptum er nauðsynleg. Staðan er laus frá 1. ágúst 2020. Umsóknarfrestur til 30. júní 2020.

Gleðilega hátíð og dagskrá hátíðarhaldanna í Árnesi er hér

Hátíðarhöld í Árnesi 17. júní 2020
Kl. 14.00 – koddaslagur og sprell í Neslaug.

Nýr starfsmaður - Aðalbókari og launafulltrúi

Sylvía Karen Heimisdóttir hefur verið ráðin aðalbókari og launafulltrúi hjá Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Hún hefur þegar hafið störf. Sylvía er viðskiptalögfræðingur að mennt með framhaldsmenntun í alþjóðaviðskiptum. Hún hefur auk þess lokið námi sem viðurkenndur bókari. Síðastliðin 13 ár hefur Sylvía starfað í höfuðstöðvum Íslandsbanka. Sylvía tekur við starfinu af Þuríði Jónsdóttur sem brátt lætur af störfum eftir 25 ár í starfinu. Við bjóðum Sylvíu Karen velkomna til starfa og væntum góðs af hennar störfum.   Sveitarstjóri

Framlagning kjörskrár fyrir forsetakosningarnar 27. júní 2020

Kjörskrá fyrir Skeiða- og Gnúpverjahrepp vegna forsetakosninga sem munu fara fram 27. júní næstkomandi liggur frammi, almenningi til sýnis á opnunartíma skrifstofu Skeiða- og Gnúpverjahrepps í Árnesi  frá og með 16. júní nk. til og með 26. júní. 

Opnunartími skrifstofu: 09 -12 og 13 - 15 mánudaga til fummtudaga  og 09 - 12 föstudaga.

42. sveitarstjórnarfundur boðaður 10. júní kl. 16:00

Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps í Árnesi  10 júní, 2020 klukkan 16:00.

Dagskrá:

1. Ársreikningur 2019 síðari umræða

2. Útboð vikurnámur  við Búrfell frestur til 15.06.2020

3. Minjastofnun bréf  um skipulag um Stöng Þjórsárdal 

Sundnámskeiðið í Skeiðalaug fellur niður í dag.

Því miður fellur sundnámskeiðið niður í dag, miðvikudaginn  10. júní, sem vera átti í Skeiðalaug. 

Upp í sveit dagana 12. - 14.júní í Skeiða og Gnúpverjahreppi

Nú er komið að því að vera upp í  sveit dagana 12. -14. júni í Skeiða og Gnúpuverjahreppi. Bæklingumr með dagskránni og margs konar upplýsingum um hátíðina HÉR Einnig eru í þessum bæklingi upplýsingar um hreinsunarátakið í sveitarfélgainu í þessari viku þ.e. viku 24.  nú í júní. 

Netlaust í nótt hjá Símanum frá kl. 01:00 - ca 02:30/45 og heitavatnslaust í Brautarholti þangað til viðgerð lýkur

Í nótt, aðfaranótt miðvikudags 10.júní frá kl. 01:00 - ca 02:30/45 kannski skemur, verður ef til vill netlaust hjá viðskiptavinum Símans. Verið er að skipta út búnaði hér í Árnesi og á Brautarholti. En þeir sögðust verða snöggir að þessu. Þá bendum við íbúum í Brautarholti á að viðgerð stendur yfir á heitavatnsdælunni og ekki er vitað hvenær henni lýkur en þangað til verður heitavatnslaust!

Lokaður vegur á milli Húsatófta og Brúnavalla í dag 9.júní 2020

Lokaður vegur á milli Húsatófta og Brúnavalla á Skeiðum í dag þann 9. júní. 2020 vegna vegaframkvæmda. Hjáleið opin um Álfstaðaveg.

Grunnskólakennari óskast, í Þjórsárskóla

Laus eru til umsóknar staða grunnskólakennara í hlutastarf, í íþróttum (ekki sundi).í Þjórsarskóla  Kenndar eru 7 kennslustundir á viku í 1.-7. bekk, á miðvikudögum og fimmtudögum. Leitum að metnaðarfullum, sjálfstæðum og áhugasömum starfsmanni með þekkingu á skólastarfi og góð hæfni í mannlegum samskiptum er nauðsynleg. Umsóknarfrestur er til 16.06.2020. Upplýsingar gefur Bolette í síma 895-9660 eða sendið fyrirspurnir á bolette@thjorsarskoli.is