Fundargerð 46. sveitarstjórnarfundar
46. sveitarstjórnarfundur Skeiða- og Gnúpverjahrepps var haldinn í dag 02. september kl. 16:00. Á honum voru tekin til afgreiðslu og kynningar 23 mál. Fundargerðin er hér meðfylgjandi LESA HÉR
46. sveitarstjórnarfundur Skeiða- og Gnúpverjahrepps var haldinn í dag 02. september kl. 16:00. Á honum voru tekin til afgreiðslu og kynningar 23 mál. Fundargerðin er hér meðfylgjandi LESA HÉR
Boðað er til 46. fundar í sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps
í Árnesi 2. september, 2020 klukkan 16:00.
Dagskrá:
1. Rekstraruppgjör, janúar - júní 2020
2. Frestun fasteignagjalda
3. Beiðni sveitarstj. ráðherra vegna fasteignask.álagningar 2021
4. Stöng í Þjórsárdal - Deiliskipulag
5. Stöng - Umsókn um framkvæmdaleyfi
6. 200. fundur skipulagsnefndar
7. Afgreiðslur byggingafulltrúa 20-125
8. Altus lögmenn - v br á dsk í Áshildarmýri
9. Trúnaðarmál
10. Brunavarnir í hjólhýsabyggð ( Þjórsárdalur)
11. Bréf Umboðsmanns barna um ungmennaráð
12. 14. fundur stjórnar Bergrisans 03.03.2020
13. 15. fundur stjórnar Bergrisans 01.04.2020
14. 16. fundur stjórnar Bergrisans
15. 19. fundur stjórnar Bergrisans
16. Heilbrigðisnefnd 206. fundur 18.8.2020
17. Fundargerðir stjórnar UTU nr. 78-79
18. 12. fundargerð Afréttarmálanefdar undirrituð 13.08.2020
19. Afréttamálanefnd - fjallferð og réttir
20. Samstarfsyfirlýsing Landlæknis og SKOGN. Heilsueflandi samfélag
21. Seyrumál
Rafmagnsbilun er í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Rafmagnslaust verður frá Ásaskóla að Laxárdal og Hlíð frá kl 14:30 til kl 15:00 á meðan viðgerð stendur. Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Suðurlandi í síma 528 9890 og kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof
Starfskraft vantar í Þjórsárskóla í 65 % hlutastarf í afleysingu til eins árs. Starfið felst í stuðningsaðild við barn annars vegar og við gæslu, hins vegar. Umsóknarfrestur er til 7. september og viðkomandi þarf að geta hafið störf 27. september n.k.
Upplýsingar gefur skólastjóri, Bolette, í síma 486-6051 eða með netfangi bolette @thjorsarskoli.is
Nú styttist í að verkefnið Göngum í skólann (www.iwalktoschool.org) hefjist en það verður sett í
fjórtánda sinn 2. september næstkomandi og lýkur formlega með alþjóðlega Göngum í skólann
deginum miðvikudaginn 7. október. Markmið verkefnisins er að hvetja börn til að tileinka sér
virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni.
Á hverju ári taka milljónir barna í yfir 40 löndum víðs vegar um heiminn þátt í Göngum í skólann
með einum eða öðrum hætti. Hér á landi hefur þátttakan vaxið jafnt og þétt og fyrsta árið voru
þátttökuskólarnir 26 en alls 74 skólar skráðu sig til leiks árið 2019.
Óskum við nú eftir liðsinni ykkar til að hvetja alla skóla á ykkar svæði til þátttöku og auðvelda
foreldrum og börnum að velja virkan ferðamáta. Það getið þið m.a. gert með því að nýta
heimasíðu og Facebooksíðu sveitarfélagsins til að segja frá verkefninu og hvetja skólastjórnendur
til að taka þátt. Einnig með því að tryggja að göngu- og hjólreiðastígar séu öruggir og greiðir með
því að huga að hreinsun, viðhaldi og lýsingu. Jafnframt er nauðsynlegt að stuðla að því að
nærumhverfi skólanna sé öruggt eftir því sem við á t.d. með því að takmarka bílaumferð við skóla,
huga að merkingum við t.d. gangbrautir, tryggja öryggi vegfarenda við umferðarþungar götur og
hafa gangbrautaverði.
Á heimasíðu Göngum í skólann www.gongumiskolann.is eru allar nánari upplýsingar um
verkefnið en þar má meðal annars finna skemmtilegar útfærslur nokkurra skóla á Íslandi á
verkefninu auk ýmiss annars efnis frá þátttökuskólunum. Tvær handbækur geta nýst skólum við
útfærslu á verkefninu. Þær eru Handbók um hreyfingu fyrir grunnskóla (sérstaklega kafli 3) sem
Embætti landlæknis gefur út og Handbók í umferðarfræðslu sem Samgöngustofa gefur út. Hægt
er að nálgast bækurnar rafrænt á síðunum www.umferd.is og www.landlaeknir.is. Á þessum
heimasíðum má einnig finna annan fróðleik sem snýr að heilsueflingu og umferðarfræðslu.
Fyrir frekari upplýsingar má hafa samband við Hrönn Guðmundsdóttir, sviðsstjóra
Almenningsíþróttasviðs ÍSÍ í síma: 514-4000 eða á netfangið hronn@isi.is
Með kveðju,
fyrir hönd Göngum í skólann verkefnisins
Sandleit
Guðmundur Árnason Fjallkóngur, Þjórsárholt
Ari Björn Thorarensen Eystra Geldingarholt
Ingvar Þrándarson, Þrándarholt
Jóhanna Höeg Sigurðardóttir Hæll 1
Ágúst Guðmundsson Trúss
Norðurleit
Sigurður Loftsson Steinsholt
Hrafnhildur Jóhanna Björg Sigurðardóttir Háholt
Jón Bragi Bergmann Háholt
Síma- og viðtalstímar skipulagsfulltrúa, byggingarfulltrúa og aðstoðarmanna þeirra er milli klukkan 9.00 og 12.00 á mánudögum, þriðjudögum, fimmtudögum og föstudögum. Mælst er til þess að fundir séu bókaðir fyrirfram með því að hringja á símatíma í síma 480-5550.
Miðvikudagar verða líkt og áður fráteknir fyrir fundi skipulagsnefndar og afgreiðslufundi byggingarfulltrúa og viðtals- og símatími því ekki á þessum dögum.
Að gefnu tilefni viljum við árétta að fyrirtækjum er ekki úthlutað klippikortum til þess að losa sig við sorp á gámasvæðunum hér í sveitarfélaginu. T.d eru mörg sumarhús hér á svæðinu skráð á fyrirtæki og þar af leiðandi er ekki um þessa þjónustu að ræða fyrir þau. Einungis eru gefnir út reikningar á fyrirtæki m/ vsk þegar sorp er losað á svæðunum og gjaldið fyrir 1 m3 er 7000.- + vsk.
Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps
í Árnesi 19. ágúst, 2020 klukkan 16:00.
Dagskrá
Eins og skýrt hefur verið frá á samfélagsmiðlum eru einhver umbrot í Grímsvötnum. Meðfylgjandi eru linkar á síður þar sem fróðleik og upplýsingar er að finna um ýmsa þætti náttúruvár sem hugsanlega gæti orðið í framhaldi af þessum umbrotum. Einnig eru upplýsingar um Covit-19 sem fólk þarf að hafa í huga við allar aðstæður sem upp geta komið.