Glæsileg íbúð að Bugðugerði 9 B afhent sveitarfélaginu

Á þessum fallegi degi afhenti Þrándarholt sf Skeiða- og Gnúpverjahreppi nýja og fullgerða íbúð að Bugðugerði 9 í Árneshverfi. Íbúðin er 100 fermetrar að stærð og öll hin glæilegasta.

Ingvar Þrándarson framkvæmdastjóri Þrándarholts sf og Kristófer Tómasson sveitarstjóri innsigluðu afhendinguna með tilheyrandi hætti á tímum Kórónaveirunnar. Olngbogar mættust.

Þjónusta á gámasvæðum í vikunni eftir páska

Gámasvæði sveitarfélagsins verða opin á neðangreindum tímum í vikunni efir páska Þriðjudag 14. apríl svæðið við Árnes kl 14:00-16:00.  Miðvikudag 15. apríl svæðið við Brautarholt kl. 14:00 – 16:00

Einnig verður opið laugardaginn 18 apríl samkvæmt hefðubundnum opnunartíma.

Breytt vinnulag við þjónustu á svæðunum verður viðhaft þessa daga. Hleypt verður einum aðila inn í einu. Rétt eins og í dimbilviku.

39. sveitarstjórnarfundur boðaður 15.apríl kl. 16:00. Haldinn með Teams fjarfundarbúnaði.

Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps, 15. apríl, 2020 klukkan 16:00.  Fundurinn fer fram meðTeams fjarfundarbúnaði.

Dagskrá

Reglur um sóttkví gilda líka í sveitinni!

Reglur um sóttkví gilda líka úti á landi  Að gefni tilefni vill lögreglustjórinn  á Suðurlandi og Almannavarnir á Suðurlandi taka það fram að það gilda sömu reglur um sóttkví úti á landi og í þéttbýli. Fólk þarf að halda sig heima. Sjá hér að neðan. 

Aðgerðum lokið vegna rafmagnsbilunar í dag 5.4.2020

Aðgerðum í Skeiða- og Gnúpverjahreppi er lokið og er ekki von á frekara rafmagnsleysi vegna þessa. Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Suðurlandi í síma 528 9890 og kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof

Ný uppfærsla - spurt og svarað um COVID-19

Spurt og svarað um COVID-19  Sérfræðingar frá embætti landlæknis voru að uppfæra spurt og svarað inn á Covid.is -  Við hvetjum ykkur til að skoða þá síðu.

Með bestu kveðju.
Almannavarnir

38. Sveitarstjórnarfundur haldinn 1. apríl - fjarfundur kl. 16:00

Árnesi, 30 mars, 2020 38. Sveitarstjórnarfundur  Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Boðað er til 38. fundar í sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps. Fundurinn verður haldinn með Teams fjarfundarbúnaði. 1 apríl, 2020 klukkan 16:00.

Covid -19 - hertar aðgerðir - lokun skrifstofu og sundlauga

Ákveðið hefur verið að loka sundlaugunum  frá og með 23. mars. Gámasvæðin eru lokuð sömuleiðis en hægt er eins og venjulega að fara inn með heimilissorp í minniháttar umbúðum á öllum tímum sólarhringsins. Ef fólk vill fara í stórtiltektir hjá sér er bent á að  hægt er  að fá gám heim á hlað í þrjá daga. - frítt.  Hafið samband við skrifstofuna um það.

Engin þjónusta á gámasvæðunum en hægt að fara með lítilsháttar heimilissorp þangað

Gámasvæðin eru lokuð í ljósi aðstæðna en hægt er að fara með lítilsháttar heimilissorp þangað og viljum við beina þeim tilmælum til fólks að það reyni að fara sem minnst  á gámasvæðin á meðan þessar fáheyrðu aðstæður eru uppi. Einnig benduum við á að ekki er hægt að setja föt í Rauðakross gámana. Meðf eru leiðbeiningar frá Íslenska gámafélaginu um hvernig best sé að haga sér í sambandi við sorp.

Næsti sveitarstjórnarfundur verður haldinn 1. apríl n.k

Samkvæmt venju hefði sveitarstjórnarfundur átt að vera haldinn  þann  18. mars. Í ljósi aðstæðna er fundinum frestað til 1. apríl n.k. og erindi fyrir hann þurfa að berast í síðasta lagi þann 27. mars. 

Með bestu kveðju.

Sveitarstjóri.